Stjörnufans á frumsýningu Shakespeare verður ástfanginn Sylvía Hall skrifar 7. október 2019 14:00 Leikarahjónin Björn Thors og Unnur Ösp voru að sjálfsögðu mætt á frumsýningu Shakespeare verður ástfanginn. Vísir/Sylvía Leiksýningin Shakespeare verður ástfanginn var frumsýnd síðastliðinn föstudag í Þjóðleikhúsinu við mikinn fögnuð áhorfenda. Verkið hefur notið mikilla vinsælda víða um heim en það er byggt á samnefndri Óskarsverðlaunamynd frá árinu 1998 og hefur meðal annars verið samfellt í sýningu á West End í London frá árinu 2014. Miðað við viðtökur áhorfenda á frumsýningunni á föstudag gefur uppsetning Þjóðleikhússins í leikstjórn Selmu Björnsdóttur hinum fyrri ekkert eftir.Hildur Skúladóttir, sálfræðingur og unnusta Arons Más, og leikkonan Hildur Vala.Vísir/SylvíaLeikarinn góðkunni Aron Már Ólafsson fer með hlutverk William Shakespeare í sýningunni með glæsibrag. Aron, sem hefur lengi verið þekktur fyrir grín og glens á samfélagsmiðlum, er sannfærandi í hlutverki skáldsins þar sem húmorinn fær að njóta sín í bland við alvörugefnari og einlægari atriði sýningarinnar.Sjá einnig: Aron Mola til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur Shakespeare í haustSelma Björnsdóttir, leikstjóri sýningarinnar, var afar stolt af sínu fólki.Vísir/SylvíaÁstarsaga Shakespeare og hinnar ungu aðalsmeyjar Víólu de Lesseps, sem Lára Jóhanna Jónsdóttir leikur af sinni alkunnu snilld, lætur engan ósnortinn. Lára Jóhanna hefur löngu sýnt það og sannað að hún er framarlega í broddi fylkingar íslenskra leikara, en hún hefur farið með aðalhlutverk í leikritum Þjóðleikhússins á borð við Í hjarta Hróa hattar, Sporvagninum Grind ásamt því að hafa leikið í stórmyndinni Lof mér að falla. Frammistaða hennar í sýningunni er frekari vitnisburður um það að Lára Jóhanna er búin að stimpla sig inn í leiklistarmenningu Íslands um ókomna tíð.Tónlistarstjórarnir og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór.Vísir/SylvíaÁsamt Aroni Má og Láru Jóhönnu fara margir ástsælustu leikarar þjóðarinnar með hlutverk í sýningunni og sýna sínar allra bestu hliðar. Húmor, dramatík, ást og átök halda áhorfandanum við efnið í gegnum sýninguna og er óhætt að segja að hér sé á ferð sýning sem svíkur engan.Kristín María Ingimarsdóttir og Jóhannes Eyfjörð, foreldrar GDRN, ásamt tengdasyninum Böðvari Tandra Reynissyni.Vísir/SylvíaTónlist sýningarinnar vakti mikla athygli, en hún er í höndum tónelsku bræðranna Friðriks Dórs og Jóns Jónssonar og spilar stórt hlutverk í heildarupplifun áhorfenda. Ein skærasta stjarna sýningarinnar er vafalaust söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem á sterka innkomu í gegnum alla sýninguna og rammar inn fallegan söguþráð verksins með einstakri söngrödd sinni og hrífur hvern einasta leikhúsgest með sér.Saga Sig og Villi Naglbítur létu sig ekki vanta.Vísir/SylvíaÞað var því afar kátt á hjalla þegar verkið var frumsýnt á föstudag fyrir fullum sal í Þjóðleikhúsinu. Margir helstu menningarunnendur landsins létu sig ekki vanta og virtust afar ánægðir með sýningu kvöldsins.Leiklistarhjónin Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson voru að sjálfsögðu mætt í leikhúsið á föstudag.Vísir/SylvíaEliza Reid, forsetafrú, ásamt Ara Matthíassyni Þjóðleikhússtjóra.Vísir/SylvíaÚtvarpsmaðurinn og rapparinn Jóhann Kristófer mætti með kærustu sinni Ölmu Gythu Huntingdon-Williams.Vísir/Sylvía Systkinin Bergljót og Eyþór Arnalds. Vísir/Sylvía Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey ásamt börnum sínum. Vísir/Sylvía Steinunn Ruth Stefnisdóttir og Ragnar Aðalsteinsson. Vísir/Sylvía Oddur Júlíusson og Ebba Katrín Finnsdóttir. Vísir/Sylvía Vísir/Sylvía Leikhús Menning Tengdar fréttir Stjörnulífið: Rændur á Torrevieja, barnalán og bilun á Stjórnarballi Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að deila síðustu daga á Instagram. 7. október 2019 11:45 Þjóðleikhúsið hvetur naggrísi af öllum kynjum til að sækja um Leikverkið Shakespeare verður ástfanginn verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 4. október næstkomandi, þrátt fyrir að nokkuð skammt sé til frumsýningar hefur enn ekki verið ráðið í öll hlutverk. 29. ágúst 2019 16:12 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Leiksýningin Shakespeare verður ástfanginn var frumsýnd síðastliðinn föstudag í Þjóðleikhúsinu við mikinn fögnuð áhorfenda. Verkið hefur notið mikilla vinsælda víða um heim en það er byggt á samnefndri Óskarsverðlaunamynd frá árinu 1998 og hefur meðal annars verið samfellt í sýningu á West End í London frá árinu 2014. Miðað við viðtökur áhorfenda á frumsýningunni á föstudag gefur uppsetning Þjóðleikhússins í leikstjórn Selmu Björnsdóttur hinum fyrri ekkert eftir.Hildur Skúladóttir, sálfræðingur og unnusta Arons Más, og leikkonan Hildur Vala.Vísir/SylvíaLeikarinn góðkunni Aron Már Ólafsson fer með hlutverk William Shakespeare í sýningunni með glæsibrag. Aron, sem hefur lengi verið þekktur fyrir grín og glens á samfélagsmiðlum, er sannfærandi í hlutverki skáldsins þar sem húmorinn fær að njóta sín í bland við alvörugefnari og einlægari atriði sýningarinnar.Sjá einnig: Aron Mola til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur Shakespeare í haustSelma Björnsdóttir, leikstjóri sýningarinnar, var afar stolt af sínu fólki.Vísir/SylvíaÁstarsaga Shakespeare og hinnar ungu aðalsmeyjar Víólu de Lesseps, sem Lára Jóhanna Jónsdóttir leikur af sinni alkunnu snilld, lætur engan ósnortinn. Lára Jóhanna hefur löngu sýnt það og sannað að hún er framarlega í broddi fylkingar íslenskra leikara, en hún hefur farið með aðalhlutverk í leikritum Þjóðleikhússins á borð við Í hjarta Hróa hattar, Sporvagninum Grind ásamt því að hafa leikið í stórmyndinni Lof mér að falla. Frammistaða hennar í sýningunni er frekari vitnisburður um það að Lára Jóhanna er búin að stimpla sig inn í leiklistarmenningu Íslands um ókomna tíð.Tónlistarstjórarnir og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór.Vísir/SylvíaÁsamt Aroni Má og Láru Jóhönnu fara margir ástsælustu leikarar þjóðarinnar með hlutverk í sýningunni og sýna sínar allra bestu hliðar. Húmor, dramatík, ást og átök halda áhorfandanum við efnið í gegnum sýninguna og er óhætt að segja að hér sé á ferð sýning sem svíkur engan.Kristín María Ingimarsdóttir og Jóhannes Eyfjörð, foreldrar GDRN, ásamt tengdasyninum Böðvari Tandra Reynissyni.Vísir/SylvíaTónlist sýningarinnar vakti mikla athygli, en hún er í höndum tónelsku bræðranna Friðriks Dórs og Jóns Jónssonar og spilar stórt hlutverk í heildarupplifun áhorfenda. Ein skærasta stjarna sýningarinnar er vafalaust söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem á sterka innkomu í gegnum alla sýninguna og rammar inn fallegan söguþráð verksins með einstakri söngrödd sinni og hrífur hvern einasta leikhúsgest með sér.Saga Sig og Villi Naglbítur létu sig ekki vanta.Vísir/SylvíaÞað var því afar kátt á hjalla þegar verkið var frumsýnt á föstudag fyrir fullum sal í Þjóðleikhúsinu. Margir helstu menningarunnendur landsins létu sig ekki vanta og virtust afar ánægðir með sýningu kvöldsins.Leiklistarhjónin Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson voru að sjálfsögðu mætt í leikhúsið á föstudag.Vísir/SylvíaEliza Reid, forsetafrú, ásamt Ara Matthíassyni Þjóðleikhússtjóra.Vísir/SylvíaÚtvarpsmaðurinn og rapparinn Jóhann Kristófer mætti með kærustu sinni Ölmu Gythu Huntingdon-Williams.Vísir/Sylvía Systkinin Bergljót og Eyþór Arnalds. Vísir/Sylvía Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey ásamt börnum sínum. Vísir/Sylvía Steinunn Ruth Stefnisdóttir og Ragnar Aðalsteinsson. Vísir/Sylvía Oddur Júlíusson og Ebba Katrín Finnsdóttir. Vísir/Sylvía Vísir/Sylvía
Leikhús Menning Tengdar fréttir Stjörnulífið: Rændur á Torrevieja, barnalán og bilun á Stjórnarballi Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að deila síðustu daga á Instagram. 7. október 2019 11:45 Þjóðleikhúsið hvetur naggrísi af öllum kynjum til að sækja um Leikverkið Shakespeare verður ástfanginn verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 4. október næstkomandi, þrátt fyrir að nokkuð skammt sé til frumsýningar hefur enn ekki verið ráðið í öll hlutverk. 29. ágúst 2019 16:12 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Stjörnulífið: Rændur á Torrevieja, barnalán og bilun á Stjórnarballi Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að deila síðustu daga á Instagram. 7. október 2019 11:45
Þjóðleikhúsið hvetur naggrísi af öllum kynjum til að sækja um Leikverkið Shakespeare verður ástfanginn verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 4. október næstkomandi, þrátt fyrir að nokkuð skammt sé til frumsýningar hefur enn ekki verið ráðið í öll hlutverk. 29. ágúst 2019 16:12