Innlent

Stöðvaður eftir að hafa hrist prótein­drykk undir stýri

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla n á Suðurnesjum hefur kært á þriðja tug ökumanna fyrir of hraðan akstur á síðustu þremur dögum.
Lögregla n á Suðurnesjum hefur kært á þriðja tug ökumanna fyrir of hraðan akstur á síðustu þremur dögum. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á dögunum bíl á Reykjanesbraut þar sem í voru of margir farþegar þar sem einn sat undir öðrum. Lögreglumenn veittu því enn fremur athygli að bílnum var ekið undarlega.

„Hún var stöðvuð til að athuga með ástand ökumanns. Hann reyndist í góðu lagi en kvaðst hafa verið að hrista próteindrykk sinn hressilega. Var viðkomandi vinsamlegast beðinn um að aka varlega framvegis og hrista ekki drykki sína á ferð,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Þar segir enn fremur að á undanförnum þremur dögum hafi lögreglan í umdæminu kært á þriðja tug ökumanna fyrir of hraðan akstur. Þar af var einn ökumaðurinn aðeins sautján ára og var brotið tilkynnt forráðamönnum og barnaverndarnefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×