Bíó og sjónvarp

Leikstjóri Jókersins útskýrir tvö stór atriði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Todd Phillips hefur fengið mikið lof fyrir leikstjórn sína í Jókernum.
Todd Phillips hefur fengið mikið lof fyrir leikstjórn sína í Jókernum.

Leikstjórinn Todd Phillips útskýrir opnunaratriðið í nýjustu mynd sinni Joker á YouTube-rás Vanity Fair en kvikmyndin var frumsýnd um helgina.

Jókerinn tilheyrir myndasagnaheimi DC og er jafnan sagður erkióvinur Batman. Leðurblökumaðurinn er þó hvergi sjáanlegur í þessari mynd. Einblínir hún eingöngu á forsögu Jókersins, hvað það var sem gerði hann svona skelfilega illa innrættan og sturlaðan.

Í myndinni leikur Joaquin Phoenix uppistandarann Arthur Fleck sem reynir að koma sér á framfæri í Gotham-borg. Hann stendur fremur höllum fæti í þeim bransa og er sagður fara yfir um eftir að spjallþáttastjórnandi, sem Robert De Niro leikur, gerir lítið úr honum.

Og úr verður Jókerinn. Í upphafsatriðinu má sjá Arthur Fleck vera reyna fóta sig sem trúður í borginni og fær heldur óblíðar móttökur. Phillips reynir að koma því í orð hvað hann var að farast eftir með því að opna kvikmyndina á þennan hátt í myndbandinu hér að neðan.

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir samdi tónlist fyrir kvikmyndina og hefur hún fengið mikið lof fyrir sitt hlutverk.

Annað atriði sem hefur vakið mikla athygli í Jókernum er svokallað baðherbergisatriði og hefur Phillips einnig tjáð sig um það. Þar hefur tónlist Hildar mikil áhrif eins og leikstjórinn segir sjálfur. 


Tengdar fréttir

Joker eins og hægelduð steik

Kvikmynd Todd Fields um Jókerinn er nú komin í kvikmyndahús og var tekin fyrir í nýjasta þætti Stjörnubíós.

Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni

Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×