Bíó og sjónvarp

Joker eins og hægelduð steik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Joaquin Phoenix fer með hlutverk Jokersins í kvikmyndinni.
Joaquin Phoenix fer með hlutverk Jokersins í kvikmyndinni.

Kvikmynd Todd Fields um Jókerinn er nú komin í kvikmyndahús og var tekin fyrir í nýjasta þætti Stjörnubíós.

„Joker er áhugaverð mynd fyrir margar sakir og hafi maður áhuga á myndlíkingum mætti jafnvel líkja henni við hægeldaða steik, sem sjaldnast er mest seldi rétturinn á matseðlinum,“ segir Heiðar Sumarliðason um kvikmyndina Joker með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki.

Heiðar heldur úti þættinum Stjörnubíó í hádeginu á sunnudögum á útvarpsstöðinni X977 en upptökur úr þættinum hafa notið mikilla vinsælda hér á Vísi síðustu mánuði.

„En aldrei þessu vant er áhugi almennings á þessari Jóker steik mikill, líkt og metaðsókn fyrstu sýningarhelgarinnar ber vitni um. Hinsvegar er spurning hvort áhorfandinn sjái eftir að hafa ekki pantað sér hamborgara, þegar hungrið sverfur að.“

Hildur Guðnadóttir samdi tónlistina við myndina. Heiðar Sumarliðason gróf upp rúmlega tuttugu ára gamalt lag eftir hana í þættinum á sunnudaginn.

Þar syngur hún um táfýlu með hljómsveitinni Woofer. Þau Bryndís Ósk Ingvarsdóttir, sviðslistakona, og Hrafnkell Stefánsson, handritshöfundur, segja álit sitt á kvikmyndinni Joker. Hlusta má á samtal þeirra hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×