Lífið

Jón Jónsson fer yfir maraþonið skref fyrir skref

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Jónsson ætlar sér aftur í maraþon.
Jón Jónsson ætlar sér aftur í maraþon.

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson gerði sér lítið fyrir og kláraði með fimmta besta tíma Íslendinga í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst.

Jón fór 42 kílómetra á tímanum 2:54:48. Það var þó engin skyndiákvörðun að reyna við þetta gríðarlanga hlaup heldur hafi sú hugmynd komið til þegar konan hans var við það að eiga dóttur þeirra í vor.

Jón er nýjasti gestur Snorra Björnssonar í vinsælu hlaðvarpi  en þar fer Jón ítarlega yfir hlaupið og hvernig honum leið á þessari löngu leið.

Jón fer einnig um víðan völl um fer yfir feril hans í tónlist.

Hér að neðan má sjá viðtalið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.