Lífið

Tobba og Kalli gengu í það heilaga í fallegu sveitabrúðkaupi á Ítalíu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Falleg brúðhjón á Ítalíu í gær.
Falleg brúðhjón á Ítalíu í gær.
Þau Tobba Marinósdóttir og Karl Sigurðsson gengu í það heilaga á Ítalíu í gær. Athöfnin fór fram við San Severino Marche á Ítalíu og var yndislegt veður.Sjálf athöfnin var haldin á sveitasetrinu Villa Teloni. Fjölmargar vinkonur Tobbu voru mættar á svæðið og einnig meðlimir Baggalúts en Kalli hefur um áraraðir verið í sveitinni.Kalli var klæddur í dökkblá jakkaföt og í bleikri skyrtu. Tobba var sjálf í fallegum hvítum og bleikum brúðarkjól.Tobba og Kalli eiga saman tvær dætur sem voru að sjálfsögðu viðstaddar í gær.

Tobba og Kalli geisluðu hreinlega í gær.
Eins og sjá má var umhverfið fullkomið og brúðhjónin það einnig.

Tengdar fréttir

Gylfi og Alexandra gengu í það heilaga

Það hefur vart farið fram hjá neinum að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram í dag. Engu var til sparað og var brúðkaupið haldið í stórkostlegu umhverfi við Como-vatn í norðurhluta Ítalíu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.