Lífið

Tobba og Kalli gengu í það heilaga í fallegu sveitabrúðkaupi á Ítalíu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Falleg brúðhjón á Ítalíu í gær.
Falleg brúðhjón á Ítalíu í gær.

Þau Tobba Marinósdóttir og Karl Sigurðsson gengu í það heilaga á Ítalíu í gær. Athöfnin fór fram við San Severino Marche á Ítalíu og var yndislegt veður.

Sjálf athöfnin var haldin á sveitasetrinu Villa Teloni. Fjölmargar vinkonur Tobbu voru mættar á svæðið og einnig meðlimir Baggalúts en Kalli hefur um áraraðir verið í sveitinni.

Kalli var klæddur í dökkblá jakkaföt og í bleikri skyrtu. Tobba var sjálf í fallegum hvítum og bleikum brúðarkjól.

Tobba og Kalli eiga saman tvær dætur sem voru að sjálfsögðu viðstaddar í gær.

Tobba og Kalli geisluðu hreinlega í gær.
Eins og sjá má var umhverfið fullkomið og brúðhjónin það einnig.

Tengdar fréttir

Gylfi og Alexandra gengu í það heilaga

Það hefur vart farið fram hjá neinum að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram í dag. Engu var til sparað og var brúðkaupið haldið í stórkostlegu umhverfi við Como-vatn í norðurhluta Ítalíu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.