Nýliðarnir sóttu þrjú stig á Goodison | Öflugur heimasigur Burnley

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi Þór í leiknum í dag.
Gylfi Þór í leiknum í dag. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar sáu á eftir mikilvægum stigum er liðið tapaði óvænt 2-0 á heimavelli fyrir nýliðunum í Sheffield United.

Gylfi spilaði allan leikinn fyrir Everton en Yerri Mina kom Sheffield United með sjálfsmarki á 40. mínútu. Annað markið skoraði Lys Mousset ellefu mínútum fyrir leikslok og lokatölur 2-0.

Everton er einungis með sjö stig eftir fyrstu sex leikina í deildinni og situr í 14. sæti deildarinnar en nýliðarnir í Sheffield eru með átta stig. Þeir sitja í 8. sætinu.







Það var enginn Jóhann Berg Guðmundsson er Burnley vann 2-0 sigur á Norwich. Chris Wood skoraði bæði mörk Burnley en þau koma á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Burnley er í sjöunda sætinu með átta stig en Norwich er í 15. sætinu með sex stig.







Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira