Hjallastefnan hefur áhuga á skóla í Korpu Ari Brynjólfsson skrifar 21. september 2019 08:00 Nemendum Kelduskóla hefur fækkað í starfsstöðinni í Korpu síðustu ár, í dag eru þeir undir 60. Fréttablaðið/Ernir „Við erum reiðubúin að grípa til aðgerða ef það á að vaða yfir mörg hundruð fjölskyldur, þetta snýst um öryggi og menntun barna okkar,“ segir Sævar Reykjalín, foreldri þriggja drengja í Kelduskóla og formaður foreldrafélags skólans. „Ég gef lítið fyrir tal um að ekkert sé búið að ákveða, það læðist að manni sá grunur að þegar búið sé að taka ákvörðun þá verði enn minna tekið mark á okkur.“ Fram kom í skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar að Kelduskóli væri dýrastur í rekstri og lagt var til að starfsstöðinni í Korpu yrði lokað. Í skýrslu starfshóps borgarinnar frá því í sumar koma fram tvær tillögur. Annars vegar að gera Kelduskóla Vík að unglingaskóla og gera skólana í Borgum og Engi að skóla fyrir yngri bekki. Hins vegar að fara í uppbyggingu í Staðarhverfi.“Við höfum fengið mikinn meðbyr eftir að þetta hætti bara að snúast um Staðahverfi. Ef Korpuskóla verður lokað þurfa öll börnin í Staðarhverfi að fara úr hverfinu í skóla. Strákarnir mínir færu í tvo mismunandi skóla.”Niðurstaða fundar foreldrafélags Kelduskóla í vikunni var að leggjast alfarið gegn því að skólanum verði lokað og að allt tal um að loka starfsstöð skólans í Korpu og breyta fyrirkomulaginu í Vík hafi streituvaldandi áhrif á börnin. „Það voru um hundrað manns á fundinum og mikil samstaða,“ segir Sævar. „Við höfum fengið mikinn meðbyr eftir að þetta hætti bara að snúast um Staðarhverfi. Ef Korpuskóla verður lokað þurfa öll börnin í Staðarhverfi að fara úr hverfinu í skóla. Strákarnir mínir færu í tvo mismunandi skóla.“ Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um framtíð Kelduskóla. Tvær ítarlegar tillögur liggi fyrir frá starfshópi með aðkomu starfsfólks, foreldra og stjórnenda. Beðið sé eftir mati á þeim frá umhverfis- og skipulagssviði áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Staðreyndin sé sú að börnum fari sífellt fækkandi á starfsstöðinni í Korpu. Þar séu nú einungis 59 börn og þeim hafi fækkað um meira en helming frá 2012. Nauðsynlegt sé að bregðast við því til að tryggja nemendum nauðsynlega fjölbreytni varðandi námsframboð, félagaval og fleira. Sævar segir borgina hafa til þessa hundsað aðra möguleika. „Það hefur þegar komið fram tillaga um að breyta Kelduskóla-Korpu í leik- og grunnskóla fyrir eins til níu ára börn og eins stendur til að byggja í Skerjafirði, það þyrfti bara að gera minniháttar breytingar á skólalóðinni til að það geti orðið að veruleika,“ segir hann. „Svo hefur Hjallastefnan sýnt áhuga á að sjá um skólann sem er mun fýsilegra en að honum verði alfarið lokað.“Skúli segir hugmyndir um sameinaðan leik- og grunnskóla hafa verið skoðaðar á sínum tíma en þær hafi ekki breytt miklu varðandi fjölda barna. Hjallastefnan hefur áhuga á að skoða að taka við skólanum. „Við erum tilbúin að ganga til samningaviðræðna við Reykjavíkurborg, fulltrúar borgarinnar vita af því,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. „Þau óformlegu viðbrögð sem við höfum fengið hafa ekki verið jákvæð.“ Þórdís segir að Hjallastefnan myndi áfram reka skólann frá 1. upp í 7. bekk. Á sama tíma mun borgin greiða framlag með hverju barni. Í dag er það 75 prósent af meðaltalskostnaði við rekstur grunnskólabarna á landsvísu. Skúli kannast við hugmyndir um að Hjallastefnan taki yfir skólann en Barnaskóli Hjallastefnunnar hafi ekki lagt fram erindi með ósk um að taka húsið á leigu og reka þar skóla undir sínum merkjum. „En við erum ennþá með málið í ferli og hlustum á allar góðar hugmyndir,“ segir Skúli. Birtist í Fréttablaðinu Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira
„Við erum reiðubúin að grípa til aðgerða ef það á að vaða yfir mörg hundruð fjölskyldur, þetta snýst um öryggi og menntun barna okkar,“ segir Sævar Reykjalín, foreldri þriggja drengja í Kelduskóla og formaður foreldrafélags skólans. „Ég gef lítið fyrir tal um að ekkert sé búið að ákveða, það læðist að manni sá grunur að þegar búið sé að taka ákvörðun þá verði enn minna tekið mark á okkur.“ Fram kom í skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar að Kelduskóli væri dýrastur í rekstri og lagt var til að starfsstöðinni í Korpu yrði lokað. Í skýrslu starfshóps borgarinnar frá því í sumar koma fram tvær tillögur. Annars vegar að gera Kelduskóla Vík að unglingaskóla og gera skólana í Borgum og Engi að skóla fyrir yngri bekki. Hins vegar að fara í uppbyggingu í Staðarhverfi.“Við höfum fengið mikinn meðbyr eftir að þetta hætti bara að snúast um Staðahverfi. Ef Korpuskóla verður lokað þurfa öll börnin í Staðarhverfi að fara úr hverfinu í skóla. Strákarnir mínir færu í tvo mismunandi skóla.”Niðurstaða fundar foreldrafélags Kelduskóla í vikunni var að leggjast alfarið gegn því að skólanum verði lokað og að allt tal um að loka starfsstöð skólans í Korpu og breyta fyrirkomulaginu í Vík hafi streituvaldandi áhrif á börnin. „Það voru um hundrað manns á fundinum og mikil samstaða,“ segir Sævar. „Við höfum fengið mikinn meðbyr eftir að þetta hætti bara að snúast um Staðarhverfi. Ef Korpuskóla verður lokað þurfa öll börnin í Staðarhverfi að fara úr hverfinu í skóla. Strákarnir mínir færu í tvo mismunandi skóla.“ Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um framtíð Kelduskóla. Tvær ítarlegar tillögur liggi fyrir frá starfshópi með aðkomu starfsfólks, foreldra og stjórnenda. Beðið sé eftir mati á þeim frá umhverfis- og skipulagssviði áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Staðreyndin sé sú að börnum fari sífellt fækkandi á starfsstöðinni í Korpu. Þar séu nú einungis 59 börn og þeim hafi fækkað um meira en helming frá 2012. Nauðsynlegt sé að bregðast við því til að tryggja nemendum nauðsynlega fjölbreytni varðandi námsframboð, félagaval og fleira. Sævar segir borgina hafa til þessa hundsað aðra möguleika. „Það hefur þegar komið fram tillaga um að breyta Kelduskóla-Korpu í leik- og grunnskóla fyrir eins til níu ára börn og eins stendur til að byggja í Skerjafirði, það þyrfti bara að gera minniháttar breytingar á skólalóðinni til að það geti orðið að veruleika,“ segir hann. „Svo hefur Hjallastefnan sýnt áhuga á að sjá um skólann sem er mun fýsilegra en að honum verði alfarið lokað.“Skúli segir hugmyndir um sameinaðan leik- og grunnskóla hafa verið skoðaðar á sínum tíma en þær hafi ekki breytt miklu varðandi fjölda barna. Hjallastefnan hefur áhuga á að skoða að taka við skólanum. „Við erum tilbúin að ganga til samningaviðræðna við Reykjavíkurborg, fulltrúar borgarinnar vita af því,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. „Þau óformlegu viðbrögð sem við höfum fengið hafa ekki verið jákvæð.“ Þórdís segir að Hjallastefnan myndi áfram reka skólann frá 1. upp í 7. bekk. Á sama tíma mun borgin greiða framlag með hverju barni. Í dag er það 75 prósent af meðaltalskostnaði við rekstur grunnskólabarna á landsvísu. Skúli kannast við hugmyndir um að Hjallastefnan taki yfir skólann en Barnaskóli Hjallastefnunnar hafi ekki lagt fram erindi með ósk um að taka húsið á leigu og reka þar skóla undir sínum merkjum. „En við erum ennþá með málið í ferli og hlustum á allar góðar hugmyndir,“ segir Skúli.
Birtist í Fréttablaðinu Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira