Innlent

600 tóku þátt í bjórhlaupi við Öskjuhlíð

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar

600 hlauparar tóku þátt í alþjóðlegu bjórhlaupi við Öskjuhlíð í dag. Hlaupin var ein bjórmíla eða 1,6 kílómetri. Á leiðinni voru þrjár drykkjarstöðvar þar sem keppendur urðu að ljúka við að drekka einn bjór á hverri stöð til þess að mega halda áfram.

Hlaupið fór fram í fyrsta skipti síðasta vetur en þá mætti keppendum slagviðri, því var ákveðið að hlaupið yrði fyrr í ár og var veðrið í dag gott til útiveru.

Stöð 2

RVK Brewing sem stóð fyrir viðburðinum lagði mikið í hlaupið því bruggaður var sérstakur bjór af tilefninu. Bjórinn heitir Keppnis og er ferskur lager sem átti að vera tilvalinn til þess að vökva fólk á hlaupum.

Vísir/Egill

Tengdar fréttir

Lykilatriði að geta ropað almennilega

Um 600 manns munu þreyta árlegt bjórhlaup RVK Brewing sem hefur vaxið hratt milli ára. Íslandsmeistari kvenna segist hafa lært af reynslunni. Það hafi komið henni á óvart hversu erfitt er að spretta af stað eftir einn stóran bjór.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.