Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. september 2019 17:26 Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. Kvartandi í málinu segir að ekki sé hægt að búa við að embættismenn brjóti á borgurunum án eftirmála. Líkt og fréttastofa greindi frá í sumar komst dómsmálaráðuneytið að þeirri niðurstöðu í byrjun sumars að framganga Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, hefði verið ámælisverð þegar hann sendi fjölmiðlamönnunum Birni Jóni Bragasyni og Sigurði Kolbeinssyni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni.Bréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru þeir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi hjá Hringbraut t.v. og Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna frá embætti ríkislögreglustjóra.Tilgangur bréfanna hafi varðað persónulega hagsmuni Haraldar Í bréfi dómsmálaráðuneytisins segir að tilgangur bréfanna hafi verið að vernda persónulega hagsmuni Haraldar en ekki hagsmuni embættisins, þrátt fyrir að bréfin hafi verið rituð á bréfsefni embættisins. Björn Jón og Sigurður kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna sem þeir álíta að hafi falið í sér hótanir þeirra garð. Umboðsmaður sendi dómsmálaráðuneytinu bréf sem hóf athugun á málinu. Í fyrradag sendi Umboðsmaður Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf vegna málsins þar sem segir að Björn Jón og Sigurður telji niðurstöðu ráðuneytisins ekki fullnægjandi. Framkoma ríkislögreglustjóra kalli á áminningu. Í bréfinu óskar umboðsmaður eftir því að ráðuneytið geri grein fyrir því að hvaða marki og hvers vegna það telji að sú háttsemi ríkislögreglustjóra falli ekki undir þau tilvik sem samkvæmt lögum séu tilefni til ámininngar.Tryggvi Gunnarsson Umboðsmaður Alþingis.Vísir/VilhelmBjörn Jón segir að það verði að hafa einhver eftirmál þegar embættismenn fari fram með þessum hætti. „Þessar tilefnislausu hótanir RLS í minn garð eru auðvitað bara freklegt inngrip í mitt einkaíf og brot á friðhelgi þess og þetta var auðvitað bara tilraun til þöggunar,“ segir Björn Jón. Ráðuneytið hefði átt að áminna hann. „Umboðsmaður er að ganga eftir því við ráðuneytið að það grípi til frekari aðgerða og það verður að hafa eftirmál þegar embættismenn fara fram með þessum hætti,“ segir Björn Jón. „Við getum bara ekki búið við það í réttarríki að embættismenn geti brotið á borgurum án þess að það hafi einhver eftirmál.“ Áslaug Arna segir í samtali við fréttastofu að bréfið hafi borist og sé til skoðunar. Fjölmiðlar Lögreglan Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30 Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald. 19. júní 2019 18:30 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. Kvartandi í málinu segir að ekki sé hægt að búa við að embættismenn brjóti á borgurunum án eftirmála. Líkt og fréttastofa greindi frá í sumar komst dómsmálaráðuneytið að þeirri niðurstöðu í byrjun sumars að framganga Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, hefði verið ámælisverð þegar hann sendi fjölmiðlamönnunum Birni Jóni Bragasyni og Sigurði Kolbeinssyni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni.Bréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru þeir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi hjá Hringbraut t.v. og Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna frá embætti ríkislögreglustjóra.Tilgangur bréfanna hafi varðað persónulega hagsmuni Haraldar Í bréfi dómsmálaráðuneytisins segir að tilgangur bréfanna hafi verið að vernda persónulega hagsmuni Haraldar en ekki hagsmuni embættisins, þrátt fyrir að bréfin hafi verið rituð á bréfsefni embættisins. Björn Jón og Sigurður kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna sem þeir álíta að hafi falið í sér hótanir þeirra garð. Umboðsmaður sendi dómsmálaráðuneytinu bréf sem hóf athugun á málinu. Í fyrradag sendi Umboðsmaður Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf vegna málsins þar sem segir að Björn Jón og Sigurður telji niðurstöðu ráðuneytisins ekki fullnægjandi. Framkoma ríkislögreglustjóra kalli á áminningu. Í bréfinu óskar umboðsmaður eftir því að ráðuneytið geri grein fyrir því að hvaða marki og hvers vegna það telji að sú háttsemi ríkislögreglustjóra falli ekki undir þau tilvik sem samkvæmt lögum séu tilefni til ámininngar.Tryggvi Gunnarsson Umboðsmaður Alþingis.Vísir/VilhelmBjörn Jón segir að það verði að hafa einhver eftirmál þegar embættismenn fari fram með þessum hætti. „Þessar tilefnislausu hótanir RLS í minn garð eru auðvitað bara freklegt inngrip í mitt einkaíf og brot á friðhelgi þess og þetta var auðvitað bara tilraun til þöggunar,“ segir Björn Jón. Ráðuneytið hefði átt að áminna hann. „Umboðsmaður er að ganga eftir því við ráðuneytið að það grípi til frekari aðgerða og það verður að hafa eftirmál þegar embættismenn fara fram með þessum hætti,“ segir Björn Jón. „Við getum bara ekki búið við það í réttarríki að embættismenn geti brotið á borgurum án þess að það hafi einhver eftirmál.“ Áslaug Arna segir í samtali við fréttastofu að bréfið hafi borist og sé til skoðunar.
Fjölmiðlar Lögreglan Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30 Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald. 19. júní 2019 18:30 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Sjá meira
Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30
Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald. 19. júní 2019 18:30