Björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn voru kallaðar rétt upp úr klukkan sjö í morgun vegna konu sem er slösuð í hlíðum Esjunnar.
Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að konan sé á gönguleiðinni upp Þverfellshorn, í um 400 metra hæð og ökklabrotin.
„Um klukkan átta voru fyrstu menn komnir að konunni og er verið að hlúa að henni og undirbúa flutning á henni niður fjallið,“ segir í tilkynningunni.
Kallaðar út vegna slasaðrar konu í Esjunni
Atli Ísleifsson skrifar
