Bíó og sjónvarp

Rosalegt sýnishorn úr gay vampíru sprautufíklamynd Steinda

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndin Þorsti greinilega farin í tökur.
Myndin Þorsti greinilega farin í tökur.
Steindi og leikhópurinn X eru að framleiða trúarlega gay vampíru sprautusplatter mynd sem verður stranglega bönnuð innan 16 ára.Kvikmyndin ber nafnið Þorsti og tengist framleiðsla hennar sjónvarpsþáttunum Góðir landsmenn sem eru sýndir á fimmtudagskvöldum á Stöð 2. Myndin er í raun unnin á sama tíma og þættirnir og er það líklega einsdæmi í íslenskri kvikmyndagerð.Kvikmyndin Þorsti gerist í litlum bæ, ekki ólíkum Reykjavík þar sem óöld liggur í loftinu og undarlegir glæpir og hrottaskapur virðast vera daglegt brauð. Myndin Fjallar um Huldu sem er grunuð um að hafa orðið valdur að andláti bróður síns og er því til rannsóknar hjá Jens rannsóknarlögreglu.Sjá einnig:Skrautleg atvinnuviðtöl þegar Steindi réð leikstjóra„Okkur fannst Karolina Fund söfnunin ganga eitthvað hægt, heyrðum jafnvel frá fólki að það héldi að þetta væri bara eitthvað djók,” segir Steindi.„Þannig að eftir ráðfæringar við framleiðandann minn í Hollywood ákváðum við að setja saman smá brot frá tökum sem eru búnar til að sýna fólki að okkur er dauðans alvara með þessu, að uppfylla hinstu ósk Hjartar og framleiða fyrir hann mynd þar sem hann gæti fengið að vera í aðalhlutverki.”Steindi segir að nú geti fólk fengið smjörþefinn af því sem koma skal.„Og að ef það viljið að myndin verði að veruleika megi það gjarnan hjálpa til, hver króna skiptir máli og nú er ekki langur tími til stefnu.“Hópurinn safnar núna fyrir kvikmyndinni á sérstakri Karolina Fund síðu en kvikmyndin á að vera frumsýnd í lok október. Sjá einnig:Sigurjón Sighvatsson gaf Steinda góð ráð í HollywoodEins og sést í fyrstu stiklunni sem frumsýnd er hér á Vísi kemur í ljós að sannanlega er kvikmynd á leiðinni og meðal þeirra sem koma við sögu eru leikararnir Ingvar E. Sigurðsson, Herra Hnetusmjör, Aron Már Ólafsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og fjölmargir aðrir.Hér að neðan má sjá fyrstu formlegu stikluna úr Þorsta en hún er ekki fyrir viðkvæma og er bönnuð innan 16 ára.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Steindi safnar fyrir kvikmyndinni

"Hjálpaðu Steinda að hjálpa Hirti (sem er held ég alveg að fara að deyja) og leikhópnum X að gera alvöru bíómynd þar sem þau munu loksins fá að vera í aðalhlutverki. Án ykkar deyr hann gleymdur maður. Viljið þið hafa það á samviskunni?“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.