Lífið

Steindi kominn með leikstjóra

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steindi er farinn að framleiða kvikmyndir.
Steindi er farinn að framleiða kvikmyndir.
„Jæja þá er ég loksins búinn að finna leikstjóra fyrir trúarlegu gay vampíru sprautuklám-thrillerinn ÞORSTA,“ segir leikarinn Steinþór Hróar Steinþórsson í færslu á Twitter en athygli vakti þegar Steindi auglýsti eftir leikstjóra inni á Facebook-síðunni Vinna með litlum fyrirvara.Steindi stendur í ströngu þessa dagana og vinnur greinilega að kvikmynd í fullri lengd.„Hún heitir Kristín (og var að hætta hjá Frón) og hefur séð mjög margar hryllingsmyndir. Djöfull er gaman að framleiða bíómynd! Það eru góð vibes í gangi,“ segir Steindi á Twitter.Ekki nóg með að vera framleiða kvikmynd þá er Steindi að fara af stað með þættina Góðir landsmenn á Stöð 2 á næstunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.