Ekki annað tækifæri á annarri plánetu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2019 19:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Loftslagsmálin voru Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ofarlega í huga í stefnuræðu sinni sem hún flutti á Alþingi nú í kvöld. Katrín gerði heimsókn varaforseta Bandaríkjanna og vinnumarkaðinn jafnframt að umræðuefni sem og jafnréttismál svo fátt eitt sé nefnt. Hún beindi jafnframt spjótum sínum að popúlískum hreyfingum og orðræðu sem hafi vaxið fiskur um hrygg í Evrópu og víðar að undanförnu. „Loftslagsváin er að skapa neyðarástand nú þegar víða um heim. Hún er okkar stærsta áskorun. Mannkynið ber ábyrgð á ástandinu, mannkyninu stafar ógn af því og nú er stærsta verkefni mannkynsins að draga úr hraða þessarar ógnvænlegu þróunar, lágmarka skaðann og tryggja framtíð okkar og lífríkisins alls á þessari plánetu,“ sagði Katrín. Mannkynið eigi ekki eftir að fá annað tækifæri á annarri plánetu. Hún sé stolt af því að leiða ríkisstjórn sem leggi fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina til að bregðast við loftslagsvánni. „Við munum nýta efnahagslega hvata til að ná loftslagsmarkmiðum, bæði græna skatta og grænar ívilnanir. Matvælastefna stjórnvalda lítur dagsins ljós í vetur en þar verða loftslagsmarkmiðin höfuðmarkmið ásamt lýðheilsu og sjálfbærni,“ sagði Katrín.Of mörg börn búi við fátækt Katrín minntist lífskjarasamninganna svokölluðu í ræðu sinni og áform ríkisstjórnarinnar sem eiga að miða að því að lækka skattbyrði tekjulægri hópa. „Nýleg skýrsla sýnir að of mörg börn búa við fátækt á Íslandi. Það er því líka sérstakt fagnaðarefni að meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld boða í vetur er fyrra skref í lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf,“ sagði Katrín. Hækkun barnabóta og hækkun skerðingarmarka barnabóta spili einnig stóra rullu í því samhengi að mati forsætisráðherra.Viðbúin fjórðu iðnbyltingunni „Það er ánægjulegt að fyrsti fundur nýs þjóðhagsráðs verður haldinn í október þar sem eiga sæti fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga, og Seðlabanka,“ sagði Katrín. Hún hafi væntingar til þess að samtal stjórnvalda og vinnumarkaðar sé komið í skýran farveg sem hafi jákvæð áhrif. Þá hyggist stjórnvöld í vetur leggja fram tillögur að aðgerðum til að mæta fjórðu iðnbyltingunni og þeim áskorunum sem henni fylgi. Þá sé von á tillögum starfshóps í september um hvernig megi fjölga störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þá gerði Katrín orkumálin jafnframt að umræðuefni. „Meðferð orkuauðlindarinnar hefur verið mikið rædd á undanförnum vikum og mánuðum. Sú hatramma umræða sýnir hve mikil þörf er á því að Alþingi standi við að gera breytingar á stjórnarskrá, ekki síst með ákvæði um þjóðareign á auðlindum og umhverfissjónarmið við auðlindanýtingu,“ sagði Katrín meðal annars. Loftslagsmál Vinstri græn Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Loftslagsmálin voru Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ofarlega í huga í stefnuræðu sinni sem hún flutti á Alþingi nú í kvöld. Katrín gerði heimsókn varaforseta Bandaríkjanna og vinnumarkaðinn jafnframt að umræðuefni sem og jafnréttismál svo fátt eitt sé nefnt. Hún beindi jafnframt spjótum sínum að popúlískum hreyfingum og orðræðu sem hafi vaxið fiskur um hrygg í Evrópu og víðar að undanförnu. „Loftslagsváin er að skapa neyðarástand nú þegar víða um heim. Hún er okkar stærsta áskorun. Mannkynið ber ábyrgð á ástandinu, mannkyninu stafar ógn af því og nú er stærsta verkefni mannkynsins að draga úr hraða þessarar ógnvænlegu þróunar, lágmarka skaðann og tryggja framtíð okkar og lífríkisins alls á þessari plánetu,“ sagði Katrín. Mannkynið eigi ekki eftir að fá annað tækifæri á annarri plánetu. Hún sé stolt af því að leiða ríkisstjórn sem leggi fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina til að bregðast við loftslagsvánni. „Við munum nýta efnahagslega hvata til að ná loftslagsmarkmiðum, bæði græna skatta og grænar ívilnanir. Matvælastefna stjórnvalda lítur dagsins ljós í vetur en þar verða loftslagsmarkmiðin höfuðmarkmið ásamt lýðheilsu og sjálfbærni,“ sagði Katrín.Of mörg börn búi við fátækt Katrín minntist lífskjarasamninganna svokölluðu í ræðu sinni og áform ríkisstjórnarinnar sem eiga að miða að því að lækka skattbyrði tekjulægri hópa. „Nýleg skýrsla sýnir að of mörg börn búa við fátækt á Íslandi. Það er því líka sérstakt fagnaðarefni að meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld boða í vetur er fyrra skref í lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf,“ sagði Katrín. Hækkun barnabóta og hækkun skerðingarmarka barnabóta spili einnig stóra rullu í því samhengi að mati forsætisráðherra.Viðbúin fjórðu iðnbyltingunni „Það er ánægjulegt að fyrsti fundur nýs þjóðhagsráðs verður haldinn í október þar sem eiga sæti fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga, og Seðlabanka,“ sagði Katrín. Hún hafi væntingar til þess að samtal stjórnvalda og vinnumarkaðar sé komið í skýran farveg sem hafi jákvæð áhrif. Þá hyggist stjórnvöld í vetur leggja fram tillögur að aðgerðum til að mæta fjórðu iðnbyltingunni og þeim áskorunum sem henni fylgi. Þá sé von á tillögum starfshóps í september um hvernig megi fjölga störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þá gerði Katrín orkumálin jafnframt að umræðuefni. „Meðferð orkuauðlindarinnar hefur verið mikið rædd á undanförnum vikum og mánuðum. Sú hatramma umræða sýnir hve mikil þörf er á því að Alþingi standi við að gera breytingar á stjórnarskrá, ekki síst með ákvæði um þjóðareign á auðlindum og umhverfissjónarmið við auðlindanýtingu,“ sagði Katrín meðal annars.
Loftslagsmál Vinstri græn Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira