Helga Vala nýr formaður velferðarnefndar Alþingis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. september 2019 14:12 Helga Vala tekur við af Halldóru Mogensen. Vísir/Hanna Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fráfarandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er nýr formaður velferðarnefndar Alþingis. Tillagan var samþykkt á fundi nefndarinnar í morgun. Samkvæmt samkomulagi Samfylkingarinnar og Pírata mun þingmaður Pírata taka við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd af Helgu Völu. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gegndi áður formennsku í velferðarnefnd. Heimildir fréttastofu herma að tillaga Pírata sé sú að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir muni taka við formennsku af Helgu Völu í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þó er ekki enn búið að kjósa um nefndarformennsku í þeirri nefnd. Aðspurður hvernig þetta hefði komið til svarar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það kemur þannig til að í upphafi nýrrar stjórnar var gert samkomulag á milli forsætisráðuneytisins og stjórnarandstöðuflokkanna um að við fengjum nefndarformennsku í þremur nefndum og okkur voru boðnar þrjár nefndir, það varð svo að samkomulagi á milli okkar og Pírata að við tækjum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fyrstu tvö árin og velferðarnefnd seinni tvö árin. Það er komið að þessum tímapunkti þannig að við víxlum, þessir tveir flokkar. Helga varð fyrir valinu af okkar hálfu, ég hlakka til að sjá hana í þessu hlutverki, ég held að hún verði mjög öflug og kröftug og veiti ríkisstjórninni mikið aðhald.“Þú treystir henni til góðra verka?„Já hún er okkar einn af okkar öflugustu þingmönnum og þá er ég að tala um alla 63 og ég held hún muni gera þetta mjög vel.“ Helga Vala tók sæti á Alþingi fyrir Samfylkinguna í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum árið 2017. Alþingi Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15 Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. 11. september 2019 13:23 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fráfarandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er nýr formaður velferðarnefndar Alþingis. Tillagan var samþykkt á fundi nefndarinnar í morgun. Samkvæmt samkomulagi Samfylkingarinnar og Pírata mun þingmaður Pírata taka við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd af Helgu Völu. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gegndi áður formennsku í velferðarnefnd. Heimildir fréttastofu herma að tillaga Pírata sé sú að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir muni taka við formennsku af Helgu Völu í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þó er ekki enn búið að kjósa um nefndarformennsku í þeirri nefnd. Aðspurður hvernig þetta hefði komið til svarar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það kemur þannig til að í upphafi nýrrar stjórnar var gert samkomulag á milli forsætisráðuneytisins og stjórnarandstöðuflokkanna um að við fengjum nefndarformennsku í þremur nefndum og okkur voru boðnar þrjár nefndir, það varð svo að samkomulagi á milli okkar og Pírata að við tækjum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fyrstu tvö árin og velferðarnefnd seinni tvö árin. Það er komið að þessum tímapunkti þannig að við víxlum, þessir tveir flokkar. Helga varð fyrir valinu af okkar hálfu, ég hlakka til að sjá hana í þessu hlutverki, ég held að hún verði mjög öflug og kröftug og veiti ríkisstjórninni mikið aðhald.“Þú treystir henni til góðra verka?„Já hún er okkar einn af okkar öflugustu þingmönnum og þá er ég að tala um alla 63 og ég held hún muni gera þetta mjög vel.“ Helga Vala tók sæti á Alþingi fyrir Samfylkinguna í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum árið 2017.
Alþingi Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15 Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. 11. september 2019 13:23 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15
Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. 11. september 2019 13:23