Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Ritstjórn skrifar
Talið er að eitt til tvö börn fæðist árlega á Íslandi í fráhvörfum frá fíkniefnum, en hátt í tuttugu konur eru í neyslu hluta úr meðgöngu á hverju ári að sögn sérfræðiljósmóður. Það bráðvanti úrræði fyrir þær sem ekki ná að hætta á meðgöngu til að minnka skaðann fyrir þær og börnin. Forstjóri Barnaverndarstofu segir þetta vera með erfiðari málum sem barnaverndaryfirvöld fáist við.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.Einnig verður rætt við Jón Gunnarsson, nýkjörinn ritara Sjálfstæðisflokksins auk þess sem forstjóri Íslenska Gámafélagsins týnir upp rusl sem var urðað fyrir þrjátíu árum og hefur ekkert brotnað niður. Hann telur að loka eigi öllum urðunarstöðum landsins. Þá verður rætt við geðlækni um stöðu barna í kynleiðréttingarferli og sérfræðing um nýjasta æði Íslendinga – rafhlaupahjólin.Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.