Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Ritstjórn skrifar
Forsætisráðherra segir að ástandið innan lögreglunnar geti ekki gengið svona áfram. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ef persóna Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, standi í vegi fyrir því að samskipti innan lögreglunnar séu í lagi eigi löggæslan í landinu að vega þyngra.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum segir brotið á friðhelgi einkalífs sjúklinga með þrengslum á spítalanum. Fólk þurfi að afklæðast á yfirfullum göngum og ræða viðkvæmar heilsufarsupplýsingar fyrir annað fólk.

Staðan verður tekin á kjaraviðræðum BSRB en formaður segir að fundir vikunnar geti skipt sköpum. Viðræður hafa strandað á styttingu vinnuvikunnar en félagsmenn bíða óþreyjufullir eftir nýjum samningum. Þá verður rætt við greinanda um mögulegar hækkanir á olíuverði eftir loftárásir í Sádi-Arabíu og litið við í sjötíu ára afmælisveislu Skógasafnsins undir Eyjafjöllum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×