Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Ritstjórn skrifar

Forsætisráðherra segir að ástandið innan lögreglunnar geti ekki gengið svona áfram. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ef persóna Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, standi í vegi fyrir því að samskipti innan lögreglunnar séu í lagi eigi löggæslan í landinu að vega þyngra.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum segir brotið á friðhelgi einkalífs sjúklinga með þrengslum á spítalanum. Fólk þurfi að afklæðast á yfirfullum göngum og ræða viðkvæmar heilsufarsupplýsingar fyrir annað fólk.

Staðan verður tekin á kjaraviðræðum BSRB en formaður segir að fundir vikunnar geti skipt sköpum. Viðræður hafa strandað á styttingu vinnuvikunnar en félagsmenn bíða óþreyjufullir eftir nýjum samningum. Þá verður rætt við greinanda um mögulegar hækkanir á olíuverði eftir loftárásir í Sádi-Arabíu og litið við í sjötíu ára afmælisveislu Skógasafnsins undir Eyjafjöllum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.