Sport

Brees er mjög áhyggjufullur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aaron Donald fer hér í höndina á Brees og meiðir hann.
Aaron Donald fer hér í höndina á Brees og meiðir hann. vísir/getty
Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, meiddist á þumalfingri snemma í leiknum gegn LA Rams í gær og meiðslin gætu verið alvarleg.Félagar hans í Saints fóru beint til Seattle eftir leikinn en Brees varð eftir til þess að hitta sérfræðing í Los Angeles í dag.„Ég er mjög áhyggjufullur þó svo ég voni auðvitað að þetta sé ekki alvarlegt,“ sagði Brees eftir leikinn.Teddy Bridgewater leysti Brees af hólmi en með hann við stjórnvölinn átti liðið aldrei möguleika gegn firnasterku liði Rams.Hinn fertugi Brees hefur aðeins misst af einum leik vegna meiðsla síðan í framhaldsskóla. Nú lítur út fyrir að hann sé loksins að fara að missa af leik eða leikjum.

NFL

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.