Tvær goðsagnir meiddust og Tom Brady var ekki lengi að finna Antonio Brown Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2019 11:00 Drew Brees meiðist hér á hendi í leiknum í gær. Getty/Sean M. Haffey Níu lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á NFL-tímabilinu en önnur umferðin í ameríska fótboltanum fór fram um helgina. Að venju var mikið um dramatík og meiðsli í leikjum deildarinnar. Liðin sem hafa tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum eru Kansas City Chiefs, Baltimore Ravens, New England Patriots og Buffalo Bills í Ameríkudeildinni og Green Bay Packers, San Francisco 49ers, Dallas Cowboys, Los Angeles Rams og Seattle Seahawks í Þjóðardeildinni. Mörg þeirra eru þar sem menn bjuggust við en byrjun Baltimore Ravens, Buffalo Bills og San Francisco 49ers hefur vakið einna besta athygli á fyrstu tveimur helgum tímabilsins. Ungur leikstjórnandi, Lamar Jackson, fer fyrir Baltimore Ravens liðinu og þeir sem veðjuðu á Lamar Jackson í Fantasy eru örugglega í skýjunum. Í fyrsta leiknum sundurspilaði hann vörn Miami Dolphins með flottum sendingum en í gær hljóp hann yfir Arizona Cardinals í 23-17 sigri. Lamar Jackson varð þannig fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL sem nær að send 270 jarda og hlaupa 100 jarda í sama leiknum.Today @Lj_era8 became the first player in NFL HISTORY to throw for at least 250 yards and rush for at least 120 yards in a game. pic.twitter.com/d9u8B8is9Q — Baltimore Ravens (@Ravens) September 16, 2019 San Francisco 49ers liðið hefur unnið báða leiki sína á útivelli og það hefur ekki gerst hjá félaginu síðan 1989 en félagið vann einmitt Super Bowl leikinn seinna á því tímabili. Buffalo Bills vann New York Giants á útivelli en í dag þykir það reyndar ekki mikið afrek. Margir voru með augun á meisturum New England Patriots þótt þeir væru að spila við líklega lélegasta lið deildarinnar, Miami Dolphins. Ástæðan var að útherjinn umdeildi Antonio Brown var að spila sinn fyrsta leik með liðinu. Leikstjórnandinn Tom Brady leitaði að Antonio Brown frá byrjun leiks og fann hann þrisvar í fyrstu sókninni. Antonio Brown skoraði snertimark í fyrsta leiknum en New England Patriots áttu ekki í neinum vandræðum og unnu 43-0 sigur. New England Patriots liðið lítur ógnvænlega út en liðið hefur unnið tvo fyrstu leikina með stigatölunni 76-3. Annað lið sem hefur farið á kostum er Kansas City Chiefs sem vann 28-10 sigur á Oakland Raiders. Liðið þurfti reyndar bara einn leikhluta af fjórum til að skora öll 28 stigin sín og setti Patrick Mahomes þar NFL-met í sendingajördum í einum leikhluta..@PatrickMahomes, @Lj_era8 & @DangeRussWilson each reached historic milestones on Sunday. For a look at other accomplishments from around the @NFL in Week 2, check out Seven From Sunday: https://t.co/pLtEU4UtCw#NFL100pic.twitter.com/wIp6EHMx9H — NFL345 (@NFL345) September 16, 2019 Stærstu meiðslin eru án efa meiðsli leikstjórnenda New Orleans Saints og Pittsburgh Steelers en þar eru á ferðinni tvær miklar goðsagnir í NFL-deildinni. Hvorki Drew Brees hjá Saints eða Ben Roethlisberger hjá Steelers gátu hjálpað sínum liðum í seinni hálfleik og bæði töpuðu þau leikjum sínum. Drew Brees meiddist á hendi í aðeins annarri sókn New Orleans Saints í leik á móti Los Angeles Rams og Dýrlingarnir áttu ekki mikla möguleika án leikstjórnanda síns. Rams vann leikinn 27-9 og New Orleans Saints tókst því ekki að hefna fyrir tapið í úrslitakeppninni í fyrra. Ben Roethlisberger meiddist líka á kasthendinni sinni og gat ekki spilað í seinni hálfleik þegar Pittsburgh Steelers tapaði á heimavelli á móti Seattle Seahawks. Hlauparinn James Conner haltraði einnig af velli í fjórða leikhluta og auk þess að missa tvo lykilmenn í meiðsli þá hefur Steelers-liðið tapað tveimur fyrstu leikjum sínum.FINAL: What. A. Finish. @ChicagoBears get the W! #CHIvsDENpic.twitter.com/geeZEThRiG — NFL (@NFL) September 15, 2019Úrslitin í NFL-deildinni um helgina: Atlanta Falcons - Philadelphia Eagles 24-20 Denver Broncos - Chicago Bears 14-16 Los Angeles Rams - New Orleans Saints 27-9 Oakland Raiders - Kansas City Chiefs 10-28 Baltimore Ravens - Arizona Cardinals 23-17 Cincinnati Bengals - San Francisco 49ers 17-41 Detroit Lions - Los Angeles Chargers 13-10 Green Bay Packers - Minnesota Vikings 21-16 Houston Texans - Jacksonville Jaguars 13-12 Miami Dolphins - New England Patriots 0-43 New York Giants - Buffalo Bills 14-28 Pittsburgh Steelers - Seattle Seahawks 26-28 Tennessee Titans - Indianapolis Colts 17-19 Washington Redskins - Dallas Cowboys 21-31 NFL Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sjá meira
Níu lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á NFL-tímabilinu en önnur umferðin í ameríska fótboltanum fór fram um helgina. Að venju var mikið um dramatík og meiðsli í leikjum deildarinnar. Liðin sem hafa tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum eru Kansas City Chiefs, Baltimore Ravens, New England Patriots og Buffalo Bills í Ameríkudeildinni og Green Bay Packers, San Francisco 49ers, Dallas Cowboys, Los Angeles Rams og Seattle Seahawks í Þjóðardeildinni. Mörg þeirra eru þar sem menn bjuggust við en byrjun Baltimore Ravens, Buffalo Bills og San Francisco 49ers hefur vakið einna besta athygli á fyrstu tveimur helgum tímabilsins. Ungur leikstjórnandi, Lamar Jackson, fer fyrir Baltimore Ravens liðinu og þeir sem veðjuðu á Lamar Jackson í Fantasy eru örugglega í skýjunum. Í fyrsta leiknum sundurspilaði hann vörn Miami Dolphins með flottum sendingum en í gær hljóp hann yfir Arizona Cardinals í 23-17 sigri. Lamar Jackson varð þannig fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL sem nær að send 270 jarda og hlaupa 100 jarda í sama leiknum.Today @Lj_era8 became the first player in NFL HISTORY to throw for at least 250 yards and rush for at least 120 yards in a game. pic.twitter.com/d9u8B8is9Q — Baltimore Ravens (@Ravens) September 16, 2019 San Francisco 49ers liðið hefur unnið báða leiki sína á útivelli og það hefur ekki gerst hjá félaginu síðan 1989 en félagið vann einmitt Super Bowl leikinn seinna á því tímabili. Buffalo Bills vann New York Giants á útivelli en í dag þykir það reyndar ekki mikið afrek. Margir voru með augun á meisturum New England Patriots þótt þeir væru að spila við líklega lélegasta lið deildarinnar, Miami Dolphins. Ástæðan var að útherjinn umdeildi Antonio Brown var að spila sinn fyrsta leik með liðinu. Leikstjórnandinn Tom Brady leitaði að Antonio Brown frá byrjun leiks og fann hann þrisvar í fyrstu sókninni. Antonio Brown skoraði snertimark í fyrsta leiknum en New England Patriots áttu ekki í neinum vandræðum og unnu 43-0 sigur. New England Patriots liðið lítur ógnvænlega út en liðið hefur unnið tvo fyrstu leikina með stigatölunni 76-3. Annað lið sem hefur farið á kostum er Kansas City Chiefs sem vann 28-10 sigur á Oakland Raiders. Liðið þurfti reyndar bara einn leikhluta af fjórum til að skora öll 28 stigin sín og setti Patrick Mahomes þar NFL-met í sendingajördum í einum leikhluta..@PatrickMahomes, @Lj_era8 & @DangeRussWilson each reached historic milestones on Sunday. For a look at other accomplishments from around the @NFL in Week 2, check out Seven From Sunday: https://t.co/pLtEU4UtCw#NFL100pic.twitter.com/wIp6EHMx9H — NFL345 (@NFL345) September 16, 2019 Stærstu meiðslin eru án efa meiðsli leikstjórnenda New Orleans Saints og Pittsburgh Steelers en þar eru á ferðinni tvær miklar goðsagnir í NFL-deildinni. Hvorki Drew Brees hjá Saints eða Ben Roethlisberger hjá Steelers gátu hjálpað sínum liðum í seinni hálfleik og bæði töpuðu þau leikjum sínum. Drew Brees meiddist á hendi í aðeins annarri sókn New Orleans Saints í leik á móti Los Angeles Rams og Dýrlingarnir áttu ekki mikla möguleika án leikstjórnanda síns. Rams vann leikinn 27-9 og New Orleans Saints tókst því ekki að hefna fyrir tapið í úrslitakeppninni í fyrra. Ben Roethlisberger meiddist líka á kasthendinni sinni og gat ekki spilað í seinni hálfleik þegar Pittsburgh Steelers tapaði á heimavelli á móti Seattle Seahawks. Hlauparinn James Conner haltraði einnig af velli í fjórða leikhluta og auk þess að missa tvo lykilmenn í meiðsli þá hefur Steelers-liðið tapað tveimur fyrstu leikjum sínum.FINAL: What. A. Finish. @ChicagoBears get the W! #CHIvsDENpic.twitter.com/geeZEThRiG — NFL (@NFL) September 15, 2019Úrslitin í NFL-deildinni um helgina: Atlanta Falcons - Philadelphia Eagles 24-20 Denver Broncos - Chicago Bears 14-16 Los Angeles Rams - New Orleans Saints 27-9 Oakland Raiders - Kansas City Chiefs 10-28 Baltimore Ravens - Arizona Cardinals 23-17 Cincinnati Bengals - San Francisco 49ers 17-41 Detroit Lions - Los Angeles Chargers 13-10 Green Bay Packers - Minnesota Vikings 21-16 Houston Texans - Jacksonville Jaguars 13-12 Miami Dolphins - New England Patriots 0-43 New York Giants - Buffalo Bills 14-28 Pittsburgh Steelers - Seattle Seahawks 26-28 Tennessee Titans - Indianapolis Colts 17-19 Washington Redskins - Dallas Cowboys 21-31
NFL Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sjá meira