Fjölmenni mótmælir komu Pence á Austurvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2019 18:06 Frá fjöldafundinum á Austurvelli nú síðdegis. Vísir/nadine Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. Varaformaður Samtakanna '78 sem staddur er á fundinum segir að mikilvægt hafi verið að mótmæla heimsókninni í ljósi stefnu Trump-stjórnarinnar í málefnum hinseginfólks. Ellefu félagasamtök standa að fjöldafundinum. Þau eru Samtökin '78, Samtök hernaðarandstæðinga, Trans Ísland, Femínistafélag Íslands, Menningar- og friðarsamtök MFÍK, Ungir Jafnaðarmenn, Ung vinstri græn, Kvenréttindafélag Íslands, Húmanistaflokkurinn, Ungir Píratar og Jæja. Unnsteinn Jóhannsson varaformaður Samtakanna '78 er staddur á fundinum sem hófst samkvæmt dagskrá klukkan hálf sex. Unnsteinn segir í samtali við fréttastofu að nauðsynlegt hafi verið að mótmæla komu varaforsetans. Pence hefur verið sakaður um að hafa lagt stein í götu réttindabaráttu samkynhneigðra allan sinn feril. „[…] okkur þykir mikilvægt að láta heyra í okkur til að standa með hinseginfólki í Bandaríkjunum sem núna er að berjast gegn ríkisstjórn Trumps og Pence. Síðustu ár og síðan að þeir tóku við hefur réttindabaráttunni farið aftur og við getum ekki látið það gerast á okkar vakt að sitja hljóðlaust hjá,“ segir Unnsteinn.Mótmælendur héldu margir á regnbogafánum á Austurvelli.Vísir/nadineÞá fagnar hann því að fyrirtæki og stofnanir í Borgartúni í grennd við Höfða, þar sem Pence hitti m.a. utanríkisráðherra og forseta Íslands í dag, hafi dregið regnbogafána hinseginfólks að húni. „Það er alltaf jafnjákvætt að sjá stuðninginn sem samfélagið sýnir hinseginfólki á Íslandi. Ég sá það áðan að Borgartúnið var eiginlega allt bólstrað með hinseginfánum og það er vel. Við erum náttúrulega þakklát þegar fólk sýnir stuðning í verkið. Þetta eru náttúrulega mótmæli og gjörningur og við erum bara mjög þakklát fyrir það.“ Pence er nú kominn til Keflavíkur eftir fundahöld í Höfða í dag. Hann hyggst þar skoða varnarsvæðið og kynna sér öryggismál við Norður-Atlantshaf. Fundur Pence og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefst klukkan 18:45 í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Mike Pence á vörum Íslendinga Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kom til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 14:30 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. Varaformaður Samtakanna '78 sem staddur er á fundinum segir að mikilvægt hafi verið að mótmæla heimsókninni í ljósi stefnu Trump-stjórnarinnar í málefnum hinseginfólks. Ellefu félagasamtök standa að fjöldafundinum. Þau eru Samtökin '78, Samtök hernaðarandstæðinga, Trans Ísland, Femínistafélag Íslands, Menningar- og friðarsamtök MFÍK, Ungir Jafnaðarmenn, Ung vinstri græn, Kvenréttindafélag Íslands, Húmanistaflokkurinn, Ungir Píratar og Jæja. Unnsteinn Jóhannsson varaformaður Samtakanna '78 er staddur á fundinum sem hófst samkvæmt dagskrá klukkan hálf sex. Unnsteinn segir í samtali við fréttastofu að nauðsynlegt hafi verið að mótmæla komu varaforsetans. Pence hefur verið sakaður um að hafa lagt stein í götu réttindabaráttu samkynhneigðra allan sinn feril. „[…] okkur þykir mikilvægt að láta heyra í okkur til að standa með hinseginfólki í Bandaríkjunum sem núna er að berjast gegn ríkisstjórn Trumps og Pence. Síðustu ár og síðan að þeir tóku við hefur réttindabaráttunni farið aftur og við getum ekki látið það gerast á okkar vakt að sitja hljóðlaust hjá,“ segir Unnsteinn.Mótmælendur héldu margir á regnbogafánum á Austurvelli.Vísir/nadineÞá fagnar hann því að fyrirtæki og stofnanir í Borgartúni í grennd við Höfða, þar sem Pence hitti m.a. utanríkisráðherra og forseta Íslands í dag, hafi dregið regnbogafána hinseginfólks að húni. „Það er alltaf jafnjákvætt að sjá stuðninginn sem samfélagið sýnir hinseginfólki á Íslandi. Ég sá það áðan að Borgartúnið var eiginlega allt bólstrað með hinseginfánum og það er vel. Við erum náttúrulega þakklát þegar fólk sýnir stuðning í verkið. Þetta eru náttúrulega mótmæli og gjörningur og við erum bara mjög þakklát fyrir það.“ Pence er nú kominn til Keflavíkur eftir fundahöld í Höfða í dag. Hann hyggst þar skoða varnarsvæðið og kynna sér öryggismál við Norður-Atlantshaf. Fundur Pence og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefst klukkan 18:45 í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Mike Pence á vörum Íslendinga Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kom til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 14:30 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Mike Pence á vörum Íslendinga Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kom til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 14:30
Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09