Lífið

Mike Pence á vörum Íslendinga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mike Pence lenti á landinu í hádeginu. Hann er umdeildur maður og vakti því heimsókn hans mikil viðbrögð.
Mike Pence lenti á landinu í hádeginu. Hann er umdeildur maður og vakti því heimsókn hans mikil viðbrögð.
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kom til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence.

Hjónin lentu á Keflavíkurflugvelli í hádeginu á vélinni Air Force Two og byrjuðu þau á því að drekka kaffi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Elizu Reid, forsetafrú, klukkan 14.

Að kaffidrykkju lokinni  með forsetahjónunum tekur Pence þátt í viðskiptaþingi í Höfða sem hefst klukkan 14:30.

Rúmum klukkutíma síðar mun varaforsetinn fara í skoðunarferð um Höfða en þaðan heldur hann út á varnarsvæðið í Keflavík þar sem hann kynnir sér öryggismál við Norður-Atlantshaf.

Klukkan 18:45 á hann síðan tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Keflavíkurflugvelli áður en hann og Karen, kona hans, halda af landi brott tæpum klukkutíma síðar.

Íslendingar hafa verið duglegir að tjá sig um heimsókn varaforseta Bandaríkjanna og liggja tístarar ekki á skoðunum sínum þegar kemur að því.

Það vakti greinilega mikla athygli að fyrirtækið Advania hafi flaggað regnbogafánum við höfuðstöðvar fyrirtækisins, rétt við Höfða. Hér að neðan má sjá nokkur vel valin tíst um heimsókn Pence.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.