Innlent

Tekinn á 150 með börnin í bílnum

Kjartan Kjartansson skrifar
Um helmingur þeirra ökumanna sem lögreglan stöðvaði við Sandskeið voru erlendir ferðamenn. Myndin er úr safni.
Um helmingur þeirra ökumanna sem lögreglan stöðvaði við Sandskeið voru erlendir ferðamenn. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm
Erlendur karlmaður um fimmtugt keyrði hraðast af nokkrum ökumönnum sem lögreglan stöðvaði vegna hraðaksturs á Suðurlandsveg við Sandskeiði í dag. Hann mældist á 151 kílómetra hraða á klukkustund en hann var á ferðalagi með börnum sínum, að sögn lögreglu.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að maðurinn hafi borgað rúmlega 157 þúsund króna sekt möglunarlaust. Hann hafi borið því við að hann hafi talið sig aka á hraðbraut.

Nokkrir aðrir ökumenn voru teknir á 120-130 km/klst. Um helmingur þeirra sem voru stöðvaðir voru erlendir ferðamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×