Þriðji sigur Leeds í röð | Jón Daði kom ekkert við sögu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alioski skoraði annað mark Leeds gegn Stoke.
Alioski skoraði annað mark Leeds gegn Stoke. vísir/getty
Leeds United vann sinn þriðja sigur í röð þegar liðið lagði Stoke City að velli, 0-3, í ensku B-deildinni í dag.

Stuart Dallas, Egzijan Alioski og Patrick Bamford skoruðu mörk gestanna sem eru með 13 stig á toppi deildarinnar, tveimur stigum meira en nýliðar Charlton Athletic sem unnu Brentford, 1-0. Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Brentford.

Jón Daði Böðvarsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar Millwall gerði 1-1 jafntefli við Middlesbrough á Riverside-vellinum. Millwall er í 10. sæti deildarinnar með átta stig.

Luton Town vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið lagði Barnsley að velli, 1-3, í nýliðaslag.

Derby County og West Brom skildu jöfn, 1-1, í hádegisleiknum. Bæði lið hafa gert þrjú jafntefli í síðustu fjórum leikjum sínum.

Huddersfield Town tapaði þriðja leik sínum í röð þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Reading á heimavelli, 0-2.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira