Tónlist

Ný hljómplata Taylor Swift persónuleg og tileinkuð ástinni

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Taylor segir að nýja platan, Lover, sé afar persónuleg.
Taylor segir að nýja platan, Lover, sé afar persónuleg. vísir/getty
Bandaríska söngkonan Taylor Swift gaf í dag út hljómplötuna Lover en samhliða útgáfunni frumsýndi hún myndband við titillag plötunnar.

Sagan sem sögð er í myndbandinu gerist innan í snjókúlu sem stúlka ein fær að gjöf á jóladag. Í myndbandinu er ástarsamband og tilhugalífið í forgrunni. Atvinnudansarinn Christian Owens leikur ástarviðfang Taylors en „parið“ sést ganga í gengum hæðir og lægðir nútíma ástarsambands.

Þema myndbandsins rímar vel við orsendingu Taylors á Twitter. Í tilkynningu um útgáfu plötunnar sagði hún að Lover væri eins konar ástarhátíð. Þar fagnaði hún ástinni í allri sinni dýrð; notalegheitunum og ringulreiðinni.

Platan Lover er númer sjö í röðinni en á henni má finna átján lög sem öll hverfast um ástina með einum eða öðrum hætti. Taylor segir að textarnir á plötunni séu afar persónulegir en hún semur um tilfinningar og persónur í eigin lífi. Þannig fjalla nokkrir textarnir um Joe Alwyn, kærasta hennar til þriggja ára.

Lagið Soon You‘ll Get Better, er kannski persónulegasta lagið á plötunni en það fjallar um alvarleg veikindi móður hennar sem glímir við krabbamein.

„Það reyndist mér, afar, afar erfitt að skrifa textann. Fjölskyldan þurfti að taka ákvörðun um það hvort ég ætti yfir höfuð að leyfa laginu að fljóta með á plötunni,“ sagði söngkonan.

Það er mikið um að vera hjá Taylor þessa dagana en á mánudaginn mun hún spila á MTV verðlaunahátíðinni. Taylor og Ariana Grande eru með flestar tilnefningarnar í ár.

Taylor flutti nokkur ný og gömul lög í morgunþættinum Good Morning America.


Tengdar fréttir

Taylor Swift tekjuhæsta stjarnan

Söngkonan er efst á lista Forbes yfir tekjuhæstu stjörnur síðustu tólf mánaða. Meðal þeirra sem fylgja henni á lista Forbes yfir tekjuhæstu stjörnurnar eru Lionel Messi, Kanye West, Ed Sheeran og Dr. Phil.

Þessi unnu á AMAs: Taylor Swift sló met Whitney Houston

Söngkonan Taylor Swift sló met Whitney Houston á Amercian Music Awards í Los Angeles í nótt en hún fór heim með 4 verðlaun og hefur nú unnið 23 verðlaun í heildina á sínum ferli en met Houston var 22 verðlaun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×