Ólafur Ragnar í nostalgíukasti á Ísafirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2019 14:41 Hér má sjá húsið við Túngötu 3. Ólafur Ragnar ólst upp í íbúð í suðurenda, vinstra megin á myndinni, hússins. Vísir Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir minningarnar hafa flætt yfir sig þegar hann steig inn á æskuheimili sitt á Ísafirði fyrr í dag. Ólafur Ragnar festi kaup á húsinu fyrr í sumar og hefur nú fengið það afhent. Forsetinn fyrrverandi deilir þessu með fylgjendum sínum á Twitter. Vísir greindi frá því fyrr í sumar að Ólafur hefði fjárfest í hvíta og bláa húsinu sem um árabil hefur verið kallað Grímshús, eftir föður hans Grími Kristgeirssyni hárskera.When I entered the old family house in #Isafjordur earlier today as the new owner a wealth of memories from my youth filled my mind. The people of the town have for nearly a century called the house #GrimsHouse - Grimshus; after my father. pic.twitter.com/In3riwghKn— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) August 23, 2019 Ólafur, sem fæddist á Ísafirði 14. maí 1943, ólst upp í íbúð í suðurenda hússins sem foreldrar hans Grímur og Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar áttu. Sleit Ólafur barnsskónum á Ísafirði en eftir að hann fluttist til Reykjavíkur dvaldist hann áfram nokkur sumur hjá ættingjum á Þingeyri. Grímur Kristgeirsson fæddist í Bakkakoti í Skorradal 29. september árið 1897. Hann vann lengi vel á búi foreldra sinna í Lækjarhvammi við Reykjavík, en síðan ýmis störf í höfuðstaðnum og stundaði um skeið nám í rakaraiðn uns hann réðst til Ísafjarðar árið 1920. Þar starfaði hann sem lögregluþjónn í fjögur ár við góðan orðstír. Hann kom sér upp rakarastofu á Ísafirði árið 1924 og stundaði síðan iðn sína á Ísafirði til 1953 en þá fluttist hann til Reykjavíkur. Grímur starfrækti svo rakarastofu á Keflavíkurflugvelli, uns hann veiktist og varð að gangast undir uppskurð sem ekki reyndist geta bjargað lífi hans. Hann lést mánudaginn 19. apríl 1971. Svanhildur var frá Þingeyri en þau Grímur gengu í hjónaband árið 1939. Ólaf eignuðust þau Svanhildur og Grímur sem fyrr segir árið 1943. Svanhildur varð snemma heilsuveil og þurfti að dvelja á sjúkrahúsum fjarri heimili sínu langtímum saman. Hún lést eftir langvarandi veikindi sumarið 1966, rétt rúmlega fimmtug að aldri. Ólafur hefur ávallt borið hlýhug til Ísafjarðar og er skemmst að nefna færslu hans á Twitter frá því í síðasta mánuði þar sem hann deildi mynd af Napóleonsköku fyrir framan Eiffelturninn í París. Hann lýsti því um leið yfir að hún væri ekki nærri því eins góð og samskonar kaka sem bökuð er í Gamla bakaríinu í heimabæ hans Ísafirði.A #Napoleon in #Paris. Not as good as in the Old Bakery in my hometown #Isafjordur! pic.twitter.com/4ZhWCfWqPj— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) May 25, 2019 Árið 1998, á afmælisdegi Ólafs þann 14. maí, átti sér stað merkilegur viðburður á Ísafirði þegar Margrét Þórhildur II Danadrottning heimsótti Ísfirðinga og nærsveitunga ásamt Hinriki prins heitnum, eiginmanni hennar. Með í för voru Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heitin eiginkona hans. Með þessari ferð fetuðu bæði Margrét Danadrottning og Ólafur Ragnar í fótspor feðra sinna, eins og DV sagði frá árið 1998, því í ágúst árið 1938 heimsóttu foreldrar Margrétar, Friðrik Krónprins og Ingiríður prinsessa, Ísafjörð.Ólafur Ragnar, Hinrik, Margrét Þórhildur og Guðrún Katrín á Silfurtorgi á Ísafirði árið 1998.Ljósmyndasafn ReykjavíkurFaðir Ólafs, Grímur Kristgeirsson, var þá bæjarfulltrúi á Ísafirði og í móttökuliði Friðriks og Ingiríðar. Bæjarstjórn Ísafjarðar tók á móti konunglegu hjónunum í Simsongarðinum í Tungudal sem var sumarbústaður í eigu Martins A. Simsons sem var af dönsku bergi brotinn. Simson var ljósmyndari og tók mynd af móttökunni í garðinum hans en Ólafur Ragnar færði Margréti Þórhildi myndina, þar sem sjá mátti feður Margrétar og Ólafs, þegar hann fór í sína fyrstu opinberu heimsókn sem forseti árið 1996. Í heimsókninni til Ísafjarðar árið 1998 fóru Ólafur, Guðrún, Margrét og Hinrik á Silfurtorg þar sem blasti við þeim heljarinnar móttaka þar sem eigendur Gamla bakarísins færðu Ólafi stærðar afmælistertu að gjöf. Hús og heimili Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir minningarnar hafa flætt yfir sig þegar hann steig inn á æskuheimili sitt á Ísafirði fyrr í dag. Ólafur Ragnar festi kaup á húsinu fyrr í sumar og hefur nú fengið það afhent. Forsetinn fyrrverandi deilir þessu með fylgjendum sínum á Twitter. Vísir greindi frá því fyrr í sumar að Ólafur hefði fjárfest í hvíta og bláa húsinu sem um árabil hefur verið kallað Grímshús, eftir föður hans Grími Kristgeirssyni hárskera.When I entered the old family house in #Isafjordur earlier today as the new owner a wealth of memories from my youth filled my mind. The people of the town have for nearly a century called the house #GrimsHouse - Grimshus; after my father. pic.twitter.com/In3riwghKn— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) August 23, 2019 Ólafur, sem fæddist á Ísafirði 14. maí 1943, ólst upp í íbúð í suðurenda hússins sem foreldrar hans Grímur og Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar áttu. Sleit Ólafur barnsskónum á Ísafirði en eftir að hann fluttist til Reykjavíkur dvaldist hann áfram nokkur sumur hjá ættingjum á Þingeyri. Grímur Kristgeirsson fæddist í Bakkakoti í Skorradal 29. september árið 1897. Hann vann lengi vel á búi foreldra sinna í Lækjarhvammi við Reykjavík, en síðan ýmis störf í höfuðstaðnum og stundaði um skeið nám í rakaraiðn uns hann réðst til Ísafjarðar árið 1920. Þar starfaði hann sem lögregluþjónn í fjögur ár við góðan orðstír. Hann kom sér upp rakarastofu á Ísafirði árið 1924 og stundaði síðan iðn sína á Ísafirði til 1953 en þá fluttist hann til Reykjavíkur. Grímur starfrækti svo rakarastofu á Keflavíkurflugvelli, uns hann veiktist og varð að gangast undir uppskurð sem ekki reyndist geta bjargað lífi hans. Hann lést mánudaginn 19. apríl 1971. Svanhildur var frá Þingeyri en þau Grímur gengu í hjónaband árið 1939. Ólaf eignuðust þau Svanhildur og Grímur sem fyrr segir árið 1943. Svanhildur varð snemma heilsuveil og þurfti að dvelja á sjúkrahúsum fjarri heimili sínu langtímum saman. Hún lést eftir langvarandi veikindi sumarið 1966, rétt rúmlega fimmtug að aldri. Ólafur hefur ávallt borið hlýhug til Ísafjarðar og er skemmst að nefna færslu hans á Twitter frá því í síðasta mánuði þar sem hann deildi mynd af Napóleonsköku fyrir framan Eiffelturninn í París. Hann lýsti því um leið yfir að hún væri ekki nærri því eins góð og samskonar kaka sem bökuð er í Gamla bakaríinu í heimabæ hans Ísafirði.A #Napoleon in #Paris. Not as good as in the Old Bakery in my hometown #Isafjordur! pic.twitter.com/4ZhWCfWqPj— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) May 25, 2019 Árið 1998, á afmælisdegi Ólafs þann 14. maí, átti sér stað merkilegur viðburður á Ísafirði þegar Margrét Þórhildur II Danadrottning heimsótti Ísfirðinga og nærsveitunga ásamt Hinriki prins heitnum, eiginmanni hennar. Með í för voru Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heitin eiginkona hans. Með þessari ferð fetuðu bæði Margrét Danadrottning og Ólafur Ragnar í fótspor feðra sinna, eins og DV sagði frá árið 1998, því í ágúst árið 1938 heimsóttu foreldrar Margrétar, Friðrik Krónprins og Ingiríður prinsessa, Ísafjörð.Ólafur Ragnar, Hinrik, Margrét Þórhildur og Guðrún Katrín á Silfurtorgi á Ísafirði árið 1998.Ljósmyndasafn ReykjavíkurFaðir Ólafs, Grímur Kristgeirsson, var þá bæjarfulltrúi á Ísafirði og í móttökuliði Friðriks og Ingiríðar. Bæjarstjórn Ísafjarðar tók á móti konunglegu hjónunum í Simsongarðinum í Tungudal sem var sumarbústaður í eigu Martins A. Simsons sem var af dönsku bergi brotinn. Simson var ljósmyndari og tók mynd af móttökunni í garðinum hans en Ólafur Ragnar færði Margréti Þórhildi myndina, þar sem sjá mátti feður Margrétar og Ólafs, þegar hann fór í sína fyrstu opinberu heimsókn sem forseti árið 1996. Í heimsókninni til Ísafjarðar árið 1998 fóru Ólafur, Guðrún, Margrét og Hinrik á Silfurtorg þar sem blasti við þeim heljarinnar móttaka þar sem eigendur Gamla bakarísins færðu Ólafi stærðar afmælistertu að gjöf.
Hús og heimili Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira