Maraþonið springur út Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. ágúst 2019 07:30 Edda Hermannsdóttir hleyptur hálft maraþon, en Katrín Jóhannsdóttir 10 kílómetra. Fréttablaðið/Ernir Árlegt Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í dag líkt og landsmenn vita flestir. „Hlaupið hefur fest sig í sessi sem einn stærsti fjölskylduviðburður í Reykjavík, þar sem allir geta fundið vegalengd við sitt hæfi. Hlaupurum gefst kostur á að velja á milli fimm vegalengda, allt frá 600 metra skemmtiskokki til maraþons, auk þess sem þeim gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðu málefni og fer áheitasöfnun fram á hlaupastyrkur.is,“ segir Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka. Edda hleyptur hálft maraþon fyrir styrktarfélagið Líf. „Undanfarin ár hefur verið unnið að því hörðum höndum að bæta upplifun hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og höfum við hjá bankanum og samstarfsaðilar okkar hjá ÍBR verið dugleg við að heyra í hlaupurum. Einn liður í því var að breyta hlaupabrautinni, fjölga peppstöðvum á hlaupaleið og gera verðlaunapeninginn veglegri,“ segir Katrín Þ. Jóhannsdóttir, verkefnastjóri maraþonsins. Sjálf hleypur hún 10 kílómetra fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. „Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á hlaupaleiðinni í maraþoninu milli ára til að bæta stemningu og auka upplifun hlaupara. Nýja leiðin er mjög fjölbreytt og er nú einn hringur en ekki hlaupin að hluta til sama leiðin tvisvar eins og áður. Þetta er mikill kostur fyrir hlaupara. Þá liggur brautin nú meira í gegnum íbúagötur borgarinnar,“ segir Katrín. Edda segir skemmtilegt að fylgjast með þeim breytingum sem orðið hafa á maraþoninu. „Þegar hlaupastyrkur byrjaði, þá var það nær eingöngu starfsfólk bankans sem var að heita á hlaupara en í dag er magnað að sjá hversu vel söfnunin gengur og hjálpar góðgerðarfélögunum mikið. Í dag eru það sögur hlauparanna og góðgerðarfélaganna sem drífa þetta áfram og virkilega gaman að sjá allan þennan fjölda vekja athygli á sínum málefnum,“ segir Edda. Hægt er að heita á hlaupara á hlaupastyrkur.is til kl.12.00 á mánudagskvöldið. Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Sjá meira
Árlegt Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í dag líkt og landsmenn vita flestir. „Hlaupið hefur fest sig í sessi sem einn stærsti fjölskylduviðburður í Reykjavík, þar sem allir geta fundið vegalengd við sitt hæfi. Hlaupurum gefst kostur á að velja á milli fimm vegalengda, allt frá 600 metra skemmtiskokki til maraþons, auk þess sem þeim gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðu málefni og fer áheitasöfnun fram á hlaupastyrkur.is,“ segir Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka. Edda hleyptur hálft maraþon fyrir styrktarfélagið Líf. „Undanfarin ár hefur verið unnið að því hörðum höndum að bæta upplifun hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og höfum við hjá bankanum og samstarfsaðilar okkar hjá ÍBR verið dugleg við að heyra í hlaupurum. Einn liður í því var að breyta hlaupabrautinni, fjölga peppstöðvum á hlaupaleið og gera verðlaunapeninginn veglegri,“ segir Katrín Þ. Jóhannsdóttir, verkefnastjóri maraþonsins. Sjálf hleypur hún 10 kílómetra fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. „Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á hlaupaleiðinni í maraþoninu milli ára til að bæta stemningu og auka upplifun hlaupara. Nýja leiðin er mjög fjölbreytt og er nú einn hringur en ekki hlaupin að hluta til sama leiðin tvisvar eins og áður. Þetta er mikill kostur fyrir hlaupara. Þá liggur brautin nú meira í gegnum íbúagötur borgarinnar,“ segir Katrín. Edda segir skemmtilegt að fylgjast með þeim breytingum sem orðið hafa á maraþoninu. „Þegar hlaupastyrkur byrjaði, þá var það nær eingöngu starfsfólk bankans sem var að heita á hlaupara en í dag er magnað að sjá hversu vel söfnunin gengur og hjálpar góðgerðarfélögunum mikið. Í dag eru það sögur hlauparanna og góðgerðarfélaganna sem drífa þetta áfram og virkilega gaman að sjá allan þennan fjölda vekja athygli á sínum málefnum,“ segir Edda. Hægt er að heita á hlaupara á hlaupastyrkur.is til kl.12.00 á mánudagskvöldið.
Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Sjá meira