Katrín Tanja verður í „Body Issue“ ESPN Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2019 23:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að koma nakin fram á síðum eins frægasta íþróttablaðs Bandaríkjanna. Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er meðal þess fræga íþróttafólks sem er í svokölluðu „The Body Issue“ hjá tímariti ESPN en blaðið kemur út september næstkomandi. „The Body Issue“ birtir flotta myndir af íþróttafólkinu sem á það sameiginlegt að vera nakið á myndunum og sýna vel þjálfaða líkama sína í öllu sínu veldi. Þetta er ellefta árið í röð þar sem frægir íþróttamenn og konur birtast nakin á síðum blaðsins og að þessu sinni eigum við Íslendingar okkar fulltrúa. Blaðið kemur út 6. september næstkomandi en 4. september verða myndirnar af íþróttafólkinu aðgengilegar á netinu. Darren Rovell hefur komist yfir listann með íþróttafólkinu og birti það á Twitter síðu sinni í dag. Listann má sjá hér fyrir neðan.Released: Athletes in ESPN The Magazine’s 2019 Body Issue pic.twitter.com/D00EzRnWbP — Darren Rovell (@darrenrovell) August 26, 2019Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein af andlitum CrossFit íþróttarinnar í Bandaríkjunum en hún hefur verið með fimm efstu á síðustu fimm heimsleikum og vann titilinn hraustasta CrossFit kona heims bæði 2015 og 2016. Íþróttafólkið í „Body Issue“ ESPN í ár kemur úr öllum áttum en áður var vitað að það á meðal væru kylfingurinn Brooks Koepka, tenniskonan Maria Sharapova, hafnarboltamaðurinn Trevor Bauer og UFC bardagakonan Amanda Nunes. Nú er kominn ítarlegri listi yfir íþróttafólkið sem ESPN verður með í þessu síðasta formlega blaði þess en í framtíðinni mun blaðið ekki vera gefið út á prenti. Eins og sjá má á lista Darren Rovell þá eru þarna líka auk Katrínar Tönju, knattspyrnukonan Kelley O´Hara, fimleikakonan, körfuboltamaðurinn Chris Paul, NFL-útherjinn Michael Thomas og öll sóknarlína Philadelhia Eagles. Fleira fólk er á listanum eins og sjá má hér fyrir ofan.“I lift too many weights, and I’m too big to play golf. Then when I lose weight, I’m too small. I don’t know what to say. ... Listen, I’m going to make me happy.”@BKoepka speaks on getting his body ready for the 2019 Body Issue & the criticism behind it. https://t.co/124lPD0jpMpic.twitter.com/WZnJ5VAMNT — ESPN (@espn) August 22, 2019 CrossFit Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að koma nakin fram á síðum eins frægasta íþróttablaðs Bandaríkjanna. Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er meðal þess fræga íþróttafólks sem er í svokölluðu „The Body Issue“ hjá tímariti ESPN en blaðið kemur út september næstkomandi. „The Body Issue“ birtir flotta myndir af íþróttafólkinu sem á það sameiginlegt að vera nakið á myndunum og sýna vel þjálfaða líkama sína í öllu sínu veldi. Þetta er ellefta árið í röð þar sem frægir íþróttamenn og konur birtast nakin á síðum blaðsins og að þessu sinni eigum við Íslendingar okkar fulltrúa. Blaðið kemur út 6. september næstkomandi en 4. september verða myndirnar af íþróttafólkinu aðgengilegar á netinu. Darren Rovell hefur komist yfir listann með íþróttafólkinu og birti það á Twitter síðu sinni í dag. Listann má sjá hér fyrir neðan.Released: Athletes in ESPN The Magazine’s 2019 Body Issue pic.twitter.com/D00EzRnWbP — Darren Rovell (@darrenrovell) August 26, 2019Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein af andlitum CrossFit íþróttarinnar í Bandaríkjunum en hún hefur verið með fimm efstu á síðustu fimm heimsleikum og vann titilinn hraustasta CrossFit kona heims bæði 2015 og 2016. Íþróttafólkið í „Body Issue“ ESPN í ár kemur úr öllum áttum en áður var vitað að það á meðal væru kylfingurinn Brooks Koepka, tenniskonan Maria Sharapova, hafnarboltamaðurinn Trevor Bauer og UFC bardagakonan Amanda Nunes. Nú er kominn ítarlegri listi yfir íþróttafólkið sem ESPN verður með í þessu síðasta formlega blaði þess en í framtíðinni mun blaðið ekki vera gefið út á prenti. Eins og sjá má á lista Darren Rovell þá eru þarna líka auk Katrínar Tönju, knattspyrnukonan Kelley O´Hara, fimleikakonan, körfuboltamaðurinn Chris Paul, NFL-útherjinn Michael Thomas og öll sóknarlína Philadelhia Eagles. Fleira fólk er á listanum eins og sjá má hér fyrir ofan.“I lift too many weights, and I’m too big to play golf. Then when I lose weight, I’m too small. I don’t know what to say. ... Listen, I’m going to make me happy.”@BKoepka speaks on getting his body ready for the 2019 Body Issue & the criticism behind it. https://t.co/124lPD0jpMpic.twitter.com/WZnJ5VAMNT — ESPN (@espn) August 22, 2019
CrossFit Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira