Sport

Bak við tjöldin með íslenskum atvinnuboxara í sigurför til Búdapest

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Kristinsson með íslenska fánann eftir sigurinn í Búdapest.
Kolbeinn Kristinsson með íslenska fánann eftir sigurinn í Búdapest. Mynd/Kolbeinn
Kolbeinn Kristinsson, eini íslenski atvinnuboxarinn í dag, vann fyrr í sumar sinn ellefta hnefaleikabardaga á ferlinum þegar hann kláraði bardaga á móti Ungverjanum Gyorgy Kutasi á tæknilegu rothöggi í annarri lotu.

Bardaginn fór fram á heimavelli Gyorgy Kutasi í Búdapest en Kolbeinn keppir í þungavigt.

Kolbeinn sýndi styrk sinn á móti Kutasi sem átti fá svör. Kolbeinn sló Kutasi tvisvar niður í fyrstu lotu og svo aftur tvisvar niður í 2. lotu sem varð til þess að dómarinn stöðvaði bardagann.

Kolbeinn hefur unnið alla ellefu bardaga sína sem atvinnumaður en þ þetta var fimmti sigur hans eftir rothögg. Kolbeinn vonast nú til að fá bardaga fljótt aftur.

Vísir hefur fengið skemmtilegt myndband með Kolbeini þar sem við fáum að fylgjast með honum bak við tjöldin í þessum bardaga í júnílok í Búdapest.

Hér fáum við smá innsýn í líf boxarans og hvað hann gerir síðustu sólarhringana fyrir svona stóran bardaga. Það má líka sjá brot úr bardaganum sjálfum.

Þessi stutta heimildarmynd er aðgengileg hér fyrir neðan.



Klippa: Sigurför boxarans til Búdapest
Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×