Lífið samstarf

Sumarpartý ársins við Ingólfstorg

Fjallkonan og Sæta svínið kynna
Gleðin skein úr andlitum gesta við Ingólfstorg.
Gleðin skein úr andlitum gesta við Ingólfstorg.
Á fimmtudaginn héldu veitingastaðirnir Fjallkonan krá & kræsingar og Sæta Svínið gastropub við Ingólfstorg sameiginlegt sumarfestival til að fagna frábæru sumri.Fjallkonan hefur verð gríðarlega vinsæl allt frá opnun núna í vor og vegna veðurblíðunnar í sumar hefur útisvæðið fyrir framan staðina tvo verið vel nýtt í allt sumar og skapast þar frábær stemning.Það er óhætt að segja að Festivalið hafi verið vel heppnað og skemmti rjómi íslenskt tónlistarlífs gestum og gangandi bæði inni á staðnum og fyrir utan. 

Systur af Sæta svíninu. Sigga Kling sér um Partý Bingó á sunnudögum og DJ Dóra Júlía um Partý Karókí á miðvikudögum.
Tónlistarmennirnir Salka Sól, Friðrik Dór, Bríet, GDRN, Flóni, Birnir, JóiPé x Króli og Herra Hnetusmjör skemmtu gestum og gangandi ásamt vinum Samma, DJ Sóley, DJ Dóru Júlu og DJ Helgu Margréti.Sirkus Íslands sá um að skemmta gestum með allskonar skemmtilegheitum ásamt drottningunum Gogo Starr og Siggu Kling. 

Króli.
„Okkur langaði bara að gera eitthvað hrikalega skemmtilegt til að fagna þessu frábæra sumri,“ sagði Bergdís Örlygdóttir markaðsstjóri staðana aðspurð um viðburðinn.„Við erum bara virkilega þakklátt fyrir frábærar viðtökur og að hafa fengið alla þessa geggjuðu listamenn til að hjálpa okkur að fagna þessu æðislega sumri.“

Salka Sól.
Friðrik Dór og Bríet. Þau hafa meðal annars gefið saman út lagið Hata að hafa þig ekki hér.
GDRN.
Eins og sjá má var Sumarfestivalið afar vel sótt og veðrið lék við gesti.
Sunneva Einarsdóttir og glæsilegar vinkonur.
Herra Hnetusmjör.
Hægt er að fletta myndasafninu hér fyrir neðan til að sjá fleiri myndir af gestum og listamönnum á þessu vel heppnaða Sumarfestivali Fjallkonunnar og Sæta svínsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.