Sport

Oddrún Eik dottin úr keppni á heimsleikunum

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Oddrún Eik Gylfadóttir
Oddrún Eik Gylfadóttir Skjámynd/Youtube/Morning Chalk Up

Oddrún Eik Gylfadóttir er dottin úr keppni á heimsleikunum í CrossFit. Önnur æfing dagsins fór fram nú síðdegis en dugði hennar frammistaða ekki til þess að koma henni í gegnum niðurskurðinn.

Eftir aðra æfingu dagsins sem ber heitið Sprint couplet hafnaði hún í 39. sæti en það var vitað að einungis 30 keppendur kæmust áfram. Oddrún hefur því lokið keppni á heimsleikunum þetta árið.

Þær Ragnheiður Sara, Þuríður Erla, Annie Mist og Katrín Tanja halda áfram keppni í kvöld en næsta æfing byrjar um 21 að íslenskum tíma. Björgvin Karl Guðmundsson er einnig öruggur áfram.

Við minnum á beina textalýsingu hér á Vísi og beina útsendingu Stöð 2 sport 3. 


Tengdar fréttir

Bein útsending: Annar keppnisdagur á heimsleikunum í CrossFit

Fyrsti keppnisdagur er að baki og 182 keppendum var "fórnað“ á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum. Nú eru aðeins 50 karlar og 50 konur eftir í keppninni og fram undan er dagur tvö. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá heimsleikunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.