Sport

Allir íslensku keppendurnir áfram

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir tók sjálfu af sér og öllum íslensku keppendunum en með henni á myndinni eru Katrín Tanja, Sara, Björgvin Karl, Þuríður Erla og Eik.
Anníe Mist Þórisdóttir tók sjálfu af sér og öllum íslensku keppendunum en með henni á myndinni eru Katrín Tanja, Sara, Björgvin Karl, Þuríður Erla og Eik. Mynd/Instagram/anniethorisdottir
Allir íslensku keppendurnir komust í gegnum niðurskurðinn í dag á heimsleikunum í CrossFit. Fyrsta æfing dagsins var hlaup með bakpoka sem þyngdist eftir því sem leið á hlaupið.Katrín Tanja Davíðsdóttir kom fyrst í mark af íslensku keppendunum. Aftur á móti leit út fyrir að eitthvað væri að hrjá Annie Mist Þórisdóttur en hún kláraði æfinguna í 41.sæti. Það kemur samt ekki að sök því að hún hafði staðið sig svo vel í gær og sat í öðru sæti fyrir fyrstu keppni í dag.Björgvin Karl Guðmundsson situr í áttunda sæti. Það er enn ekki búið að tilkynna um seinni æfingu dagsins.Þegar að ein æfing er búin og ein æfing eftir á degi tvö er staðan svona:Katrín Tanja 6.sætiAnnie Mist 14.sætiÞuríður Erla 17.sætiRagnheiður Sara 18.sætiOddrún Eik 40.sætiVið minnum á beina textalýsingu og að heimsleikarnir eru sýndir í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 sport 3.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Annar keppnisdagur á heimsleikunum í CrossFit

Fyrsti keppnisdagur er að baki og 182 keppendum var "fórnað“ á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum. Nú eru aðeins 50 karlar og 50 konur eftir í keppninni og fram undan er dagur tvö. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá heimsleikunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.