Sport

Allir íslensku keppendurnir áfram

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir tók sjálfu af sér og öllum íslensku keppendunum en með henni á myndinni eru Katrín Tanja, Sara, Björgvin Karl, Þuríður Erla og Eik.
Anníe Mist Þórisdóttir tók sjálfu af sér og öllum íslensku keppendunum en með henni á myndinni eru Katrín Tanja, Sara, Björgvin Karl, Þuríður Erla og Eik. Mynd/Instagram/anniethorisdottir

Allir íslensku keppendurnir komust í gegnum niðurskurðinn í dag á heimsleikunum í CrossFit. Fyrsta æfing dagsins var hlaup með bakpoka sem þyngdist eftir því sem leið á hlaupið.

Katrín Tanja Davíðsdóttir kom fyrst í mark af íslensku keppendunum. Aftur á móti leit út fyrir að eitthvað væri að hrjá Annie Mist Þórisdóttur en hún kláraði æfinguna í 41.sæti. Það kemur samt ekki að sök því að hún hafði staðið sig svo vel í gær og sat í öðru sæti fyrir fyrstu keppni í dag.

Björgvin Karl Guðmundsson situr í áttunda sæti. Það er enn ekki búið að tilkynna um seinni æfingu dagsins.

Þegar að ein æfing er búin og ein æfing eftir á degi tvö er staðan svona:

Katrín Tanja 6.sæti

Annie Mist 14.sæti

Þuríður Erla 17.sæti

Ragnheiður Sara 18.sæti

Oddrún Eik 40.sæti

Við minnum á beina textalýsingu og að heimsleikarnir eru sýndir í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 sport 3.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Annar keppnisdagur á heimsleikunum í CrossFit

Fyrsti keppnisdagur er að baki og 182 keppendum var "fórnað“ á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum. Nú eru aðeins 50 karlar og 50 konur eftir í keppninni og fram undan er dagur tvö. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá heimsleikunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.