Sport

Katrín Tanja og Björgvin Karl í þriðja sæti fyrir síðustu greinina

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir með bókina sína.
Katrín Tanja Davíðsdóttir með bókina sína. Skjámynd/Instagram/katrintanja
Katrín Tanja Davíðsdóttir skaut sér upp í þriðja sæti á heimsleikunum í CrossFit í dag með sigri í tveimur æfingum. Hún gerði sér lítið fyrir og nældi í 200 stig með sigri í greinunum.Björgvin Karl Guðmundsson kláraði þessar æfingar annar og er öruggur áfram í þriðja sæti.Ein æfing er eftir í dag en hún nefnist The Standard. Þar eiga keppendur að klára 30 endurtekningar af eftirtöldum hreyfingum: jafnhendur, muscle up og snaranir. Æfinguna má sjá hér neðar.Þuríður Erla Helgadóttir situr í níunda sæti. Það lítur þó allt út fyrir það að ríkjandi heimsmeistarar í bæði karla- og kvennaflokki munu taka gullið með sér heim.Það eru þau Tia Clair Toomey frá Ástralíu og Mat Fraser frá Bandaríkjunum. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.