Sport

Katrín Tanja og Björgvin Karl í þriðja sæti fyrir síðustu greinina

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir með bókina sína.
Katrín Tanja Davíðsdóttir með bókina sína. Skjámynd/Instagram/katrintanja

Katrín Tanja Davíðsdóttir skaut sér upp í þriðja sæti á heimsleikunum í CrossFit í dag með sigri í tveimur æfingum. Hún gerði sér lítið fyrir og nældi í 200 stig með sigri í greinunum.

Björgvin Karl Guðmundsson kláraði þessar æfingar annar og er öruggur áfram í þriðja sæti.

Ein æfing er eftir í dag en hún nefnist The Standard. Þar eiga keppendur að klára 30 endurtekningar af eftirtöldum hreyfingum: jafnhendur, muscle up og snaranir. Æfinguna má sjá hér neðar.

Þuríður Erla Helgadóttir situr í níunda sæti. Það lítur þó allt út fyrir það að ríkjandi heimsmeistarar í bæði karla- og kvennaflokki munu taka gullið með sér heim.

Það eru þau Tia Clair Toomey frá Ástralíu og Mat Fraser frá Bandaríkjunum. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.