Sport

Þuríður Erla „súper ánægð“ með árangurinn á heimsleikunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þuríður Erla Helgadóttir.
Þuríður Erla Helgadóttir. vísir/vilhelm

Þuríður Erla Helgadóttir gerði góða hluti á heimsleikunum í CrossFit-sem kláruðust í gær en leikarnir fóru fram í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum.

Þuríður Erla komst í gegnum alla niðurskurðina og eftir síðasta daginn í gær kom það í ljós að Þuríður myndi enda í tíunda sætinu.

Katrín Tanja Davíðsdóttir og Þuríður voru einu íslensku stelpurnar sem komust í gegnum niðurskurðina en Katrín Tanja endaði í fjórða sætinu eftir vandræði í síðustu greininni.

Ef marka má Instgram-færslu Þuríðar er hún yfirsig ánægð með árangurinn í vikunni og má hún vera það enda tíunda sætið flottur árangur.Tengdar fréttir

Katrín klárar í fjórða sæti

Katrín Tanja Davíðsdóttir hafnaði í fjórða sæti eftir síðustu æfingu dagsins á heimsleikunum í CrossFit. Hún var í þriðja sæti fyrir síðustu æfinguna en náði sér ekki á strik og hafnaði í 9.sæti í henni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.