Sport

Þuríður Erla „súper ánægð“ með árangurinn á heimsleikunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þuríður Erla Helgadóttir.
Þuríður Erla Helgadóttir. vísir/vilhelm
Þuríður Erla Helgadóttir gerði góða hluti á heimsleikunum í CrossFit-sem kláruðust í gær en leikarnir fóru fram í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum.

Þuríður Erla komst í gegnum alla niðurskurðina og eftir síðasta daginn í gær kom það í ljós að Þuríður myndi enda í tíunda sætinu.

Katrín Tanja Davíðsdóttir og Þuríður voru einu íslensku stelpurnar sem komust í gegnum niðurskurðina en Katrín Tanja endaði í fjórða sætinu eftir vandræði í síðustu greininni.

Ef marka má Instgram-færslu Þuríðar er hún yfirsig ánægð með árangurinn í vikunni og má hún vera það enda tíunda sætið flottur árangur.




Tengdar fréttir

Katrín klárar í fjórða sæti

Katrín Tanja Davíðsdóttir hafnaði í fjórða sæti eftir síðustu æfingu dagsins á heimsleikunum í CrossFit. Hún var í þriðja sæti fyrir síðustu æfinguna en náði sér ekki á strik og hafnaði í 9.sæti í henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×