Sport

Brynjar Ari og Sigurður Hjörtur báðir í 3. sæti á heimsleikunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurður Hjörtur Þrastarson, handbolta- og fótboltadómari og CrossFit-kempa.
Sigurður Hjörtur Þrastarson, handbolta- og fótboltadómari og CrossFit-kempa. vísir/vilhelm
Brynjar Ari Magnússon endaði í 3. sæti í flokki 14-15 ára á heimsleikunum í CrossFit. Sigurður Hjörtur Þrastarson endaði einnig í 3. sæti í flokki 35-39 ára. Stefán Helgi Einarsson varð sjötti í sama flokki.

Brynjar Ari var með forystu fyrir lokadaginn í flokki 14-15 ára. Hann varð hins vegar að gera sér 3. sætið að góðu. Brynjar Ari endaði í 5. sæti í tveimur af æfingum dagsins og 6. sæti í einni.

David Bradley frá Bandaríkjunum varð hlutskarpastur í flokki 14-15 ára og Amato Mazzocca frá Venesúela annar.

Brynjar Ari varð í 6. sæti í flokki 14-15 ára í fyrra og hækkaði sig því um þrjú sæti milli ára.

Sigurður Hjörtur, sem hefur getið sér gott orð sem handbolta- og fótboltadómari, varð í 2., 3. og 6. sæti í æfingum dagsins.

Stefán Helgi varð sjötti í tveimur æfingum í dag og níundi í einni. Nicholas Urankar frá Bandaríkjunum hrósaði sigri í flokki 35-39 ára og landi hans, Jordan Troyan, varð annar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×