Sport

Björgvin Karl fær rúmar tíu milljónir króna fyrir árangurinn á heimsleikunum í CrossFit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin Karl hefur tvisvar sinnum endað í 3. sæti á heimsleikunum í CrossFit.
Björgvin Karl hefur tvisvar sinnum endað í 3. sæti á heimsleikunum í CrossFit. vísir/einar
Björgvin Karl Guðmundsson fær 75.000 Bandaríkjadali fyrir að enda í 3. sæti á heimsleikunum í CrossFit sem lauk í kvöld.

Björgvin Karl fær einnig 7.000 Bandaríkjadali fyrir árangur sinn í einstaka greinum. Hann fær því samtals 82.000 Bandaríkjadali fyrir frammistöðu sína á heimsleikunum, eða rúmar tíu milljónir íslenskra króna.

Katrín Tanja Davíðsdóttir fær 50.000 Bandaríkjadali fyrir að enda í 4. sæti. Hún fær einnig 7.000 Bandaríkjadali fyrir árangur í einstaka greinum. Heildarverðlaunafé hennar er 57.000 Bandaríkjadalir, eða rúmar sjö milljónir íslenskra króna.

Þuríður Erla Helgadóttir fær 21.000 Bandaríkjadali fyrir að enda í 10. sæti. Annie Mist Þórisdóttir fær 16.000 Bandaríkjadali fyrir 12. sætið og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir 8.000 Bandaríkjadali fyrir 20. sætið.

Mathew Fraser og Tia-Claire Toomey fá bæði 300.000 Bandaríkjadali í sinn hlut fyrir að vinna í karla- og kvennaflokki.

Sigurður Hjörtur Þrastarson fær 5.000 Bandaríkjadali fyrir að lenda í 3. sæti í flokki 35-39 ára.


Tengdar fréttir

Katrín klárar í fjórða sæti

Katrín Tanja Davíðsdóttir hafnaði í fjórða sæti eftir síðustu æfingu dagsins á heimsleikunum í CrossFit. Hún var í þriðja sæti fyrir síðustu æfinguna en náði sér ekki á strik og hafnaði í 9.sæti í henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×