Sport

Björgvin Karl fær rúmar tíu milljónir króna fyrir árangurinn á heimsleikunum í CrossFit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin Karl hefur tvisvar sinnum endað í 3. sæti á heimsleikunum í CrossFit.
Björgvin Karl hefur tvisvar sinnum endað í 3. sæti á heimsleikunum í CrossFit. vísir/einar

Björgvin Karl Guðmundsson fær 75.000 Bandaríkjadali fyrir að enda í 3. sæti á heimsleikunum í CrossFit sem lauk í kvöld.

Björgvin Karl fær einnig 7.000 Bandaríkjadali fyrir árangur sinn í einstaka greinum. Hann fær því samtals 82.000 Bandaríkjadali fyrir frammistöðu sína á heimsleikunum, eða rúmar tíu milljónir íslenskra króna.

Katrín Tanja Davíðsdóttir fær 50.000 Bandaríkjadali fyrir að enda í 4. sæti. Hún fær einnig 7.000 Bandaríkjadali fyrir árangur í einstaka greinum. Heildarverðlaunafé hennar er 57.000 Bandaríkjadalir, eða rúmar sjö milljónir íslenskra króna.

Þuríður Erla Helgadóttir fær 21.000 Bandaríkjadali fyrir að enda í 10. sæti. Annie Mist Þórisdóttir fær 16.000 Bandaríkjadali fyrir 12. sætið og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir 8.000 Bandaríkjadali fyrir 20. sætið.

Mathew Fraser og Tia-Claire Toomey fá bæði 300.000 Bandaríkjadali í sinn hlut fyrir að vinna í karla- og kvennaflokki.

Sigurður Hjörtur Þrastarson fær 5.000 Bandaríkjadali fyrir að lenda í 3. sæti í flokki 35-39 ára.


Tengdar fréttir

Katrín klárar í fjórða sæti

Katrín Tanja Davíðsdóttir hafnaði í fjórða sæti eftir síðustu æfingu dagsins á heimsleikunum í CrossFit. Hún var í þriðja sæti fyrir síðustu æfinguna en náði sér ekki á strik og hafnaði í 9.sæti í henni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.