Óvænt úrslit í Love Island Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júlí 2019 10:41 Óhætt er að segja að endalokin hafi verið óvænt en áhorfendur þáttanna velja sigurvegara hverju sinni með símakosningu. Bresku raunveruleikaþættirnir Love Island njóta sífellt meiri vinsælda hjá ungu kynslóðinni en í gærkvöldi lauk fimmtu þáttaröðinni með afar óvæntum hætti.Love Island er vinsælasta sjónvarpsefni hjá ungu fólki á aldrinum 16-34 ára í Bretlandi og síðasta þáttaröðin sló áhorfsmet. Á dögunum tilkynntu framleiðendur þáttanna að á næsta ári verði aðdáendum þáttanna boðið upp á tvær þáttaraðir á ári. Þættirnir voru að þessu sinni teknir upp í glæsihýsi á spænsku eyjunni Mallorca. Sigurparið fær 50.000 pund í verðlaun. Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki horft á nýjustu þáttaröðina af Love Island og vilja alls ekki vita hvernig lokaþátturinn fór þurfa að hætta að lesa strax. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . .Áhorfendur þáttanna kusu Amber og Greg í símakosningu í gærkvöldi.Óhætt er að segja að endalokin hafi verið óvænt en áhorfendur þáttanna velja sigurvegara hverju sinni með símakosningu. Í margar vikur höfðu veðbankar spáð áhrifavaldinum Molly-Mae Hague og hnefaleikaranum Tommy Fury sigri því þau hafa verið par í 54 daga. Allt kom þó fyrir ekki því Amber Gill og Greg O‘Shea sem eru tiltölulega nýlega búin að kynnast eru sigurvegarar Love Island. Úrslitin virtust koma þeim sjálfum mikið á óvart því Amber rak upp stór augu og sagðist hreint ekki trúa þessu og Greg sagði að þetta væri brjálæði. Amber er bæði snyrtifræðingur og fyrirsæta frá Newcastle en hún er aðeins 21 eins árs. Greg 24 ára ruðningsleikari frá Írlandi. Amber var í þáttunum frá fyrsta tökudegi en það er tiltölulega stutt síðan Greg birtist fyrst í þáttaröðinni, einungis örfáar vikur. Amber var í fyrstu með slökkviliðsmanninum Michael Griffiths en hann fór afar illa með hana þegar hann skyndilega tilkynnti henni, öllum að óvörum, að hann ætlaði að byrja með annarri konu og Amber þyrfti að sigla á önnur mið. Þegar Caroline Flack, þáttastjórnandi Love Island, hafði tilkynnt um sigurvegara bað hún Greg og Amber um að draga sitt hvort umslagið en í öðru þeirra var vinningsupphæðin en ekkert í hinu. Greg fékk dró peningaumslagið en sagðist ætla að deila því með nýju kærustunni, Amber. Tommy og Molly-Mae sögðust samgleðjast vinum sínum. Tommy sagði að Amber ætti þetta skilið því hún hefði farið í gegnum mikla erfiðleika í þáttunum. Amber sagði að Greg hefði komið til Mallorca á elleftu stundu, þegar hún hafði gefið upp alla von um ást í glæsihýsinu. Greg hafi mætt á svæðið þegar hún var afar niðurdregin og fengið hana til að brosa á ný. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tvær þáttaraðir af Love Island á ári frá og með 2020 Sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að fjölga þáttaröðum af raunveruleika- og stefnumótaþættinum Love Island. 24. júlí 2019 09:23 101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21 Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
Bresku raunveruleikaþættirnir Love Island njóta sífellt meiri vinsælda hjá ungu kynslóðinni en í gærkvöldi lauk fimmtu þáttaröðinni með afar óvæntum hætti.Love Island er vinsælasta sjónvarpsefni hjá ungu fólki á aldrinum 16-34 ára í Bretlandi og síðasta þáttaröðin sló áhorfsmet. Á dögunum tilkynntu framleiðendur þáttanna að á næsta ári verði aðdáendum þáttanna boðið upp á tvær þáttaraðir á ári. Þættirnir voru að þessu sinni teknir upp í glæsihýsi á spænsku eyjunni Mallorca. Sigurparið fær 50.000 pund í verðlaun. Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki horft á nýjustu þáttaröðina af Love Island og vilja alls ekki vita hvernig lokaþátturinn fór þurfa að hætta að lesa strax. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . .Áhorfendur þáttanna kusu Amber og Greg í símakosningu í gærkvöldi.Óhætt er að segja að endalokin hafi verið óvænt en áhorfendur þáttanna velja sigurvegara hverju sinni með símakosningu. Í margar vikur höfðu veðbankar spáð áhrifavaldinum Molly-Mae Hague og hnefaleikaranum Tommy Fury sigri því þau hafa verið par í 54 daga. Allt kom þó fyrir ekki því Amber Gill og Greg O‘Shea sem eru tiltölulega nýlega búin að kynnast eru sigurvegarar Love Island. Úrslitin virtust koma þeim sjálfum mikið á óvart því Amber rak upp stór augu og sagðist hreint ekki trúa þessu og Greg sagði að þetta væri brjálæði. Amber er bæði snyrtifræðingur og fyrirsæta frá Newcastle en hún er aðeins 21 eins árs. Greg 24 ára ruðningsleikari frá Írlandi. Amber var í þáttunum frá fyrsta tökudegi en það er tiltölulega stutt síðan Greg birtist fyrst í þáttaröðinni, einungis örfáar vikur. Amber var í fyrstu með slökkviliðsmanninum Michael Griffiths en hann fór afar illa með hana þegar hann skyndilega tilkynnti henni, öllum að óvörum, að hann ætlaði að byrja með annarri konu og Amber þyrfti að sigla á önnur mið. Þegar Caroline Flack, þáttastjórnandi Love Island, hafði tilkynnt um sigurvegara bað hún Greg og Amber um að draga sitt hvort umslagið en í öðru þeirra var vinningsupphæðin en ekkert í hinu. Greg fékk dró peningaumslagið en sagðist ætla að deila því með nýju kærustunni, Amber. Tommy og Molly-Mae sögðust samgleðjast vinum sínum. Tommy sagði að Amber ætti þetta skilið því hún hefði farið í gegnum mikla erfiðleika í þáttunum. Amber sagði að Greg hefði komið til Mallorca á elleftu stundu, þegar hún hafði gefið upp alla von um ást í glæsihýsinu. Greg hafi mætt á svæðið þegar hún var afar niðurdregin og fengið hana til að brosa á ný.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tvær þáttaraðir af Love Island á ári frá og með 2020 Sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að fjölga þáttaröðum af raunveruleika- og stefnumótaþættinum Love Island. 24. júlí 2019 09:23 101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21 Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
Tvær þáttaraðir af Love Island á ári frá og með 2020 Sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að fjölga þáttaröðum af raunveruleika- og stefnumótaþættinum Love Island. 24. júlí 2019 09:23
101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21