Óvænt úrslit í Love Island Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júlí 2019 10:41 Óhætt er að segja að endalokin hafi verið óvænt en áhorfendur þáttanna velja sigurvegara hverju sinni með símakosningu. Bresku raunveruleikaþættirnir Love Island njóta sífellt meiri vinsælda hjá ungu kynslóðinni en í gærkvöldi lauk fimmtu þáttaröðinni með afar óvæntum hætti.Love Island er vinsælasta sjónvarpsefni hjá ungu fólki á aldrinum 16-34 ára í Bretlandi og síðasta þáttaröðin sló áhorfsmet. Á dögunum tilkynntu framleiðendur þáttanna að á næsta ári verði aðdáendum þáttanna boðið upp á tvær þáttaraðir á ári. Þættirnir voru að þessu sinni teknir upp í glæsihýsi á spænsku eyjunni Mallorca. Sigurparið fær 50.000 pund í verðlaun. Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki horft á nýjustu þáttaröðina af Love Island og vilja alls ekki vita hvernig lokaþátturinn fór þurfa að hætta að lesa strax. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . .Áhorfendur þáttanna kusu Amber og Greg í símakosningu í gærkvöldi.Óhætt er að segja að endalokin hafi verið óvænt en áhorfendur þáttanna velja sigurvegara hverju sinni með símakosningu. Í margar vikur höfðu veðbankar spáð áhrifavaldinum Molly-Mae Hague og hnefaleikaranum Tommy Fury sigri því þau hafa verið par í 54 daga. Allt kom þó fyrir ekki því Amber Gill og Greg O‘Shea sem eru tiltölulega nýlega búin að kynnast eru sigurvegarar Love Island. Úrslitin virtust koma þeim sjálfum mikið á óvart því Amber rak upp stór augu og sagðist hreint ekki trúa þessu og Greg sagði að þetta væri brjálæði. Amber er bæði snyrtifræðingur og fyrirsæta frá Newcastle en hún er aðeins 21 eins árs. Greg 24 ára ruðningsleikari frá Írlandi. Amber var í þáttunum frá fyrsta tökudegi en það er tiltölulega stutt síðan Greg birtist fyrst í þáttaröðinni, einungis örfáar vikur. Amber var í fyrstu með slökkviliðsmanninum Michael Griffiths en hann fór afar illa með hana þegar hann skyndilega tilkynnti henni, öllum að óvörum, að hann ætlaði að byrja með annarri konu og Amber þyrfti að sigla á önnur mið. Þegar Caroline Flack, þáttastjórnandi Love Island, hafði tilkynnt um sigurvegara bað hún Greg og Amber um að draga sitt hvort umslagið en í öðru þeirra var vinningsupphæðin en ekkert í hinu. Greg fékk dró peningaumslagið en sagðist ætla að deila því með nýju kærustunni, Amber. Tommy og Molly-Mae sögðust samgleðjast vinum sínum. Tommy sagði að Amber ætti þetta skilið því hún hefði farið í gegnum mikla erfiðleika í þáttunum. Amber sagði að Greg hefði komið til Mallorca á elleftu stundu, þegar hún hafði gefið upp alla von um ást í glæsihýsinu. Greg hafi mætt á svæðið þegar hún var afar niðurdregin og fengið hana til að brosa á ný. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tvær þáttaraðir af Love Island á ári frá og með 2020 Sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að fjölga þáttaröðum af raunveruleika- og stefnumótaþættinum Love Island. 24. júlí 2019 09:23 101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21 Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
Bresku raunveruleikaþættirnir Love Island njóta sífellt meiri vinsælda hjá ungu kynslóðinni en í gærkvöldi lauk fimmtu þáttaröðinni með afar óvæntum hætti.Love Island er vinsælasta sjónvarpsefni hjá ungu fólki á aldrinum 16-34 ára í Bretlandi og síðasta þáttaröðin sló áhorfsmet. Á dögunum tilkynntu framleiðendur þáttanna að á næsta ári verði aðdáendum þáttanna boðið upp á tvær þáttaraðir á ári. Þættirnir voru að þessu sinni teknir upp í glæsihýsi á spænsku eyjunni Mallorca. Sigurparið fær 50.000 pund í verðlaun. Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki horft á nýjustu þáttaröðina af Love Island og vilja alls ekki vita hvernig lokaþátturinn fór þurfa að hætta að lesa strax. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . .Áhorfendur þáttanna kusu Amber og Greg í símakosningu í gærkvöldi.Óhætt er að segja að endalokin hafi verið óvænt en áhorfendur þáttanna velja sigurvegara hverju sinni með símakosningu. Í margar vikur höfðu veðbankar spáð áhrifavaldinum Molly-Mae Hague og hnefaleikaranum Tommy Fury sigri því þau hafa verið par í 54 daga. Allt kom þó fyrir ekki því Amber Gill og Greg O‘Shea sem eru tiltölulega nýlega búin að kynnast eru sigurvegarar Love Island. Úrslitin virtust koma þeim sjálfum mikið á óvart því Amber rak upp stór augu og sagðist hreint ekki trúa þessu og Greg sagði að þetta væri brjálæði. Amber er bæði snyrtifræðingur og fyrirsæta frá Newcastle en hún er aðeins 21 eins árs. Greg 24 ára ruðningsleikari frá Írlandi. Amber var í þáttunum frá fyrsta tökudegi en það er tiltölulega stutt síðan Greg birtist fyrst í þáttaröðinni, einungis örfáar vikur. Amber var í fyrstu með slökkviliðsmanninum Michael Griffiths en hann fór afar illa með hana þegar hann skyndilega tilkynnti henni, öllum að óvörum, að hann ætlaði að byrja með annarri konu og Amber þyrfti að sigla á önnur mið. Þegar Caroline Flack, þáttastjórnandi Love Island, hafði tilkynnt um sigurvegara bað hún Greg og Amber um að draga sitt hvort umslagið en í öðru þeirra var vinningsupphæðin en ekkert í hinu. Greg fékk dró peningaumslagið en sagðist ætla að deila því með nýju kærustunni, Amber. Tommy og Molly-Mae sögðust samgleðjast vinum sínum. Tommy sagði að Amber ætti þetta skilið því hún hefði farið í gegnum mikla erfiðleika í þáttunum. Amber sagði að Greg hefði komið til Mallorca á elleftu stundu, þegar hún hafði gefið upp alla von um ást í glæsihýsinu. Greg hafi mætt á svæðið þegar hún var afar niðurdregin og fengið hana til að brosa á ný.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tvær þáttaraðir af Love Island á ári frá og með 2020 Sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að fjölga þáttaröðum af raunveruleika- og stefnumótaþættinum Love Island. 24. júlí 2019 09:23 101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21 Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
Tvær þáttaraðir af Love Island á ári frá og með 2020 Sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að fjölga þáttaröðum af raunveruleika- og stefnumótaþættinum Love Island. 24. júlí 2019 09:23
101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21