Enski boltinn

Gæti yfirgefið Gylfa og félaga fyrir PSG

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gueye í leik með Everton á síðustu leiktíð.
Gueye í leik með Everton á síðustu leiktíð. vísir/getty
Idrissa Gueye mun yfirgefa Gylfa Sigurðsson og félaga í Everton og ganga í raðir PSG á næstu vikum ef marka má franska fjölmiðla.

Idrissa Gueye var einn besti leikmaður Senegal í sumar er liðið fór alla leið í úrslit Afríkukeppninnar en þar tapaði liðið fyrir Alsír sem lyfti bikarnum.

Gueye er nú í Senegal í sumarfríi en franski fjölmiðillinn, Le Parisien, segir að hann muni yfirgefa heimalandið eftir nokkra daga og halda til Parísar.

Þar mun hann vonast eftir því að semja við PSG en Gueye dreymir um að spila fyrir Parísarliðið. Þó hafa Everton og PSG ekki komast að samkomulagi um kaupverð en PSG hefur lengi reynt að fá Gueye.

Þeir reyndu einnig í janúarglugganum en þá var tilboði þeirra hafnað. Reiknað er að þeir borgi nú um 30 milljónir punda fyrir Senegalann sem var frábær á síðustu leiktíð hjá Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×