Fótbolti

Kolbeinn og félagar sneru dæminu sér í vil og eru komnir áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn er kominn á fulla ferð með AIK.
Kolbeinn er kominn á fulla ferð með AIK. vísir/getty

Kolbeinn Sigþórsson lék síðustu 18 mínúturnar þegar AIK tryggði sér sæti í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri á Ararat-Armenia í kvöld.

Ararat-Armenia vann fyrri leikinn, 2-1, þar sem liðið var manni fleiri í 77 mínútur. Það var því ljóst að sænsku meistararnir þyrftu að vinna á heimavelli í kvöld til að komast áfram. Og það gerðu þeir.

Staðan í hálfleik var markalaus en Henok Goitom, fyrirliði AIK, skoraði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks. Á 62. mínútu skoraði svo reynsluboltinn Sebastian Larsson þriðja mark AIK og staða Svíanna því orðin góð.

Anton Kobyalko minnkaði muninn í 3-1 á 77. mínútu en nær komust armensku meistararnir ekki. AIK vann einvígið, 4-3 samanlagt, og mætir væntanlega Maribor í næstu umferð. Nú stendur yfir seinni leikur Maribor og Vals og leiða slóvensku meistararnir, 2-0 og 5-0 samanlagt.

Kolbeinn kom inn á þegar 18 mínútur voru til leiksloka. Hann skoraði sín fyrstu mörk fyrir AIK í 3-0 sigri á Elfsborg á laugardaginn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.