Bára kemur út úr búrinu eftir þriggja sólarhringa dvöl: Þakklát fyrir stuðning vina og almennings Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2019 22:30 Bára segist vilja sýna fólki öryrkja í öðru umhverfi en því sem þeir sjást alla jafna í. Stöð 2 Bára Halldórsdóttir fötlunaraktívisti hefur síðastliðna þrjá sólarhringa eða svo, verið „til sýnis“ í Listasmiðjunni við Hringbraut. Í kvöld klukkan ellefu steig hún út úr vistarverum sínum síðustu þrjá daga og gjörningi hennar þar með lokið. Bára segir ætlunina með gjörningnum hafa verið að sýna fólki fram á þá einangrun sem öryrkjar og aðrir sem glíma við langvarandi veikindi upplifa oft á tíðum. Með því að streyma sjálfri sér í þrjá daga samfleytt varpar hún þannig ljósi á líf öryrkja sem margir einfaldlega þekkja ekki, og hafa jafnvel aldrei leitt hugann að. Í samtali við fréttastofu, rétt fyrir lok gjörningsins, segir Bára viðbrögðin hafa verið jákvæð, að langstærstum hluta. „Meginhlutinn mjög jákvæður. Fólk hefur sent mér yndisleg bréf í póstkassann og gegnum samfélagsmiðla hef ég fengið mikið af jákvæðni bæði frá þeim sem finnst yndislegt að einhver sýni þeirra heim og frá öðrum sem finnst þetta mjög upplýsandi og mikilvægt innlegg. Það hafa verið örfáir fýlupokar en ekkert til að tala um,“ segir Bára. Hún bætir því við að henni finnist mikilvægt að fólk átti sig á og fái að sjá það ósýnilega og taki inn í hugmyndir sínar um sjúklinga og öryrkja. Með því á Bára við það sem fólk ekki sér í lífi öryrkja og þeirra sem veikir eru, til að mynda þegar fólk treystir sér ekki eða getur ekki farið út úr húsi sökum veikinda. Auk þess sjáist ekki alltaf utan á fólki hvort það glími við veikindi. Aðspurð hvað hún hyggist gera eftir að gjörningnum lýkur segist Bára ætla að lesa tarotspil í Rauða Skjaldahúsinu annað kvöld. Síðan verði Listaspjall á laugardag klukkan 15 á Hlemmi. Að lokum segist Bára þakklát fyrir stuðning vina sinna og almennings í gegn um ferlið. Þá vill hún einnig þakka „Veganbúðinni og Jömm sem hlóðu á mig mat og nammi fyrir gjörninginn.“Klippa: Bára kemur úr búrinu - Síðustu fimm klukkustundirnar Félagsmál Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Bára Halldórsdóttir fötlunaraktívisti hefur síðastliðna þrjá sólarhringa eða svo, verið „til sýnis“ í Listasmiðjunni við Hringbraut. Í kvöld klukkan ellefu steig hún út úr vistarverum sínum síðustu þrjá daga og gjörningi hennar þar með lokið. Bára segir ætlunina með gjörningnum hafa verið að sýna fólki fram á þá einangrun sem öryrkjar og aðrir sem glíma við langvarandi veikindi upplifa oft á tíðum. Með því að streyma sjálfri sér í þrjá daga samfleytt varpar hún þannig ljósi á líf öryrkja sem margir einfaldlega þekkja ekki, og hafa jafnvel aldrei leitt hugann að. Í samtali við fréttastofu, rétt fyrir lok gjörningsins, segir Bára viðbrögðin hafa verið jákvæð, að langstærstum hluta. „Meginhlutinn mjög jákvæður. Fólk hefur sent mér yndisleg bréf í póstkassann og gegnum samfélagsmiðla hef ég fengið mikið af jákvæðni bæði frá þeim sem finnst yndislegt að einhver sýni þeirra heim og frá öðrum sem finnst þetta mjög upplýsandi og mikilvægt innlegg. Það hafa verið örfáir fýlupokar en ekkert til að tala um,“ segir Bára. Hún bætir því við að henni finnist mikilvægt að fólk átti sig á og fái að sjá það ósýnilega og taki inn í hugmyndir sínar um sjúklinga og öryrkja. Með því á Bára við það sem fólk ekki sér í lífi öryrkja og þeirra sem veikir eru, til að mynda þegar fólk treystir sér ekki eða getur ekki farið út úr húsi sökum veikinda. Auk þess sjáist ekki alltaf utan á fólki hvort það glími við veikindi. Aðspurð hvað hún hyggist gera eftir að gjörningnum lýkur segist Bára ætla að lesa tarotspil í Rauða Skjaldahúsinu annað kvöld. Síðan verði Listaspjall á laugardag klukkan 15 á Hlemmi. Að lokum segist Bára þakklát fyrir stuðning vina sinna og almennings í gegn um ferlið. Þá vill hún einnig þakka „Veganbúðinni og Jömm sem hlóðu á mig mat og nammi fyrir gjörninginn.“Klippa: Bára kemur úr búrinu - Síðustu fimm klukkustundirnar
Félagsmál Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira