Bára kemur út úr búrinu eftir þriggja sólarhringa dvöl: Þakklát fyrir stuðning vina og almennings Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2019 22:30 Bára segist vilja sýna fólki öryrkja í öðru umhverfi en því sem þeir sjást alla jafna í. Stöð 2 Bára Halldórsdóttir fötlunaraktívisti hefur síðastliðna þrjá sólarhringa eða svo, verið „til sýnis“ í Listasmiðjunni við Hringbraut. Í kvöld klukkan ellefu steig hún út úr vistarverum sínum síðustu þrjá daga og gjörningi hennar þar með lokið. Bára segir ætlunina með gjörningnum hafa verið að sýna fólki fram á þá einangrun sem öryrkjar og aðrir sem glíma við langvarandi veikindi upplifa oft á tíðum. Með því að streyma sjálfri sér í þrjá daga samfleytt varpar hún þannig ljósi á líf öryrkja sem margir einfaldlega þekkja ekki, og hafa jafnvel aldrei leitt hugann að. Í samtali við fréttastofu, rétt fyrir lok gjörningsins, segir Bára viðbrögðin hafa verið jákvæð, að langstærstum hluta. „Meginhlutinn mjög jákvæður. Fólk hefur sent mér yndisleg bréf í póstkassann og gegnum samfélagsmiðla hef ég fengið mikið af jákvæðni bæði frá þeim sem finnst yndislegt að einhver sýni þeirra heim og frá öðrum sem finnst þetta mjög upplýsandi og mikilvægt innlegg. Það hafa verið örfáir fýlupokar en ekkert til að tala um,“ segir Bára. Hún bætir því við að henni finnist mikilvægt að fólk átti sig á og fái að sjá það ósýnilega og taki inn í hugmyndir sínar um sjúklinga og öryrkja. Með því á Bára við það sem fólk ekki sér í lífi öryrkja og þeirra sem veikir eru, til að mynda þegar fólk treystir sér ekki eða getur ekki farið út úr húsi sökum veikinda. Auk þess sjáist ekki alltaf utan á fólki hvort það glími við veikindi. Aðspurð hvað hún hyggist gera eftir að gjörningnum lýkur segist Bára ætla að lesa tarotspil í Rauða Skjaldahúsinu annað kvöld. Síðan verði Listaspjall á laugardag klukkan 15 á Hlemmi. Að lokum segist Bára þakklát fyrir stuðning vina sinna og almennings í gegn um ferlið. Þá vill hún einnig þakka „Veganbúðinni og Jömm sem hlóðu á mig mat og nammi fyrir gjörninginn.“Klippa: Bára kemur úr búrinu - Síðustu fimm klukkustundirnar Félagsmál Menning Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Bára Halldórsdóttir fötlunaraktívisti hefur síðastliðna þrjá sólarhringa eða svo, verið „til sýnis“ í Listasmiðjunni við Hringbraut. Í kvöld klukkan ellefu steig hún út úr vistarverum sínum síðustu þrjá daga og gjörningi hennar þar með lokið. Bára segir ætlunina með gjörningnum hafa verið að sýna fólki fram á þá einangrun sem öryrkjar og aðrir sem glíma við langvarandi veikindi upplifa oft á tíðum. Með því að streyma sjálfri sér í þrjá daga samfleytt varpar hún þannig ljósi á líf öryrkja sem margir einfaldlega þekkja ekki, og hafa jafnvel aldrei leitt hugann að. Í samtali við fréttastofu, rétt fyrir lok gjörningsins, segir Bára viðbrögðin hafa verið jákvæð, að langstærstum hluta. „Meginhlutinn mjög jákvæður. Fólk hefur sent mér yndisleg bréf í póstkassann og gegnum samfélagsmiðla hef ég fengið mikið af jákvæðni bæði frá þeim sem finnst yndislegt að einhver sýni þeirra heim og frá öðrum sem finnst þetta mjög upplýsandi og mikilvægt innlegg. Það hafa verið örfáir fýlupokar en ekkert til að tala um,“ segir Bára. Hún bætir því við að henni finnist mikilvægt að fólk átti sig á og fái að sjá það ósýnilega og taki inn í hugmyndir sínar um sjúklinga og öryrkja. Með því á Bára við það sem fólk ekki sér í lífi öryrkja og þeirra sem veikir eru, til að mynda þegar fólk treystir sér ekki eða getur ekki farið út úr húsi sökum veikinda. Auk þess sjáist ekki alltaf utan á fólki hvort það glími við veikindi. Aðspurð hvað hún hyggist gera eftir að gjörningnum lýkur segist Bára ætla að lesa tarotspil í Rauða Skjaldahúsinu annað kvöld. Síðan verði Listaspjall á laugardag klukkan 15 á Hlemmi. Að lokum segist Bára þakklát fyrir stuðning vina sinna og almennings í gegn um ferlið. Þá vill hún einnig þakka „Veganbúðinni og Jömm sem hlóðu á mig mat og nammi fyrir gjörninginn.“Klippa: Bára kemur úr búrinu - Síðustu fimm klukkustundirnar
Félagsmál Menning Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira