Sport

Óvænta stjarnan á Wimbledon vonast til að fá boð á tónleika með Beyoncé

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Coco Gauff fagnar sigrinum á Polonu Hercog í 3. umferð einliðaleiks kvenna á Wimbldeon.
Coco Gauff fagnar sigrinum á Polonu Hercog í 3. umferð einliðaleiks kvenna á Wimbldeon. vísir/getty
Hin 15 ára Coco Gauff hefur slegið í gegn á Wimbledon-mótinu í tennis.

Gauff er þegar búin að slá út Venus Williams, Magdalénu Rybáriková og Polonu Hercog á sínu fyrsta risamóti á ferlinum. Í 4. umferðinni á Wimbledon mætir Gauff Simonu Halep frá Rúmeníu.

Frammistaða Gauffs hefur vakið mikla athygli. Meðal þeirra sem hafa mært þessa efnilegu íþróttakonu er Tina Knowles, móðir söngkonunnar Beyoncé.

„Hún sendi mér kveðju á Instagram og ég öskraði! Vonandi sá Beyoncé þetta og vonandi sagði mamma hennar henni frá mér því ég væri mikið til í að fara á tónleika með henni,“ sagði Gauff.

Þessi óvænta stjarna Wimbledon á von á því að eyða hluta af verðlaunafénu sem hún fær í hettupeysur. Allavega ekki í bíl því hún er ekki enn komin með bílpróf.

„Ég get ekki keypt bíl því ég má ekki keyra. En ég elska hettupeysur og kaupi líklega nokkrar úr Jaden Smith-línunni,“ sagði Gauff.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×