Innlent

Tækni­leg vanda­mál öngruðu SAS í dag

Sylvía Hall skrifar
Flugum til og frá Kaupmannahöfn og Osló var aflýst í dag.
Flugum til og frá Kaupmannahöfn og Osló var aflýst í dag. Vísir/getty
Flugferðum Scandinavian Airlines, SAS, til og frá Keflavíkurflugvelli í dag var aflýst. Í svari fjölmiðlafulltrúa flugfélagsins var flugferðunum aflýst vegna tæknilegra vandamála.

Fyrsta vandamálið kom upp í flugi frá Osló til Reykjavíkur sem olli því að flugi til og frá norsku höfuðborginni var aflýst. Þá komu einnig upp tæknileg vandamál í flugi frá Kaupmannahöfn í dag og því komust þeir farþegar ekki heldur á leiðarenda.

Fjölmiðlafulltrúinn segir þetta vera helbera tilviljun en flugfélagið reyni eftir bestu getu að minnka óþægindi fyrir farþega sína. Hann segist búast við því að næstu flugferðir muni fara samkvæmt áætlun.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.