Fótbolti

Danir skipta út landsliðsþjálfaranum eftir EM 2020

Anton Ingi Leifsson skrifar
Åge Hareide og Jon Dahl Tomasson verða ekki lengur þjálfarar Danmerkur.
Åge Hareide og Jon Dahl Tomasson verða ekki lengur þjálfarar Danmerkur. vísir/getty
Åge Hareide verður ekki lengur þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu eftir EM 2020 en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag.

Hinn 65 ára gamli Åge hefur stýrt danska landsliðinu frá því 2016 og stýrði liðinu á HM 2018 en líklegt er að þeir verði einnig á EM 2020.

Samningur Åge átti að renna út í ágúst á næsta ári og komust danska sambandið og norski þjálfarinn að því samkomulagi að samningurinn yrði ekki framlengdur.







Aðilarnir komust hins vegar að samkomulagi um það að Åge myndi stýra liðinu þangað til EM 2020 er lokið, eða að minnsta kosti þangað til í ágúst á næsta ári, fari svo að Danirnir komist ekki á EM.

Kasper Hjulmand og Morten Wieghorst er nýtt þjálfarateymi danska landsliðsins. Hjulmand hefur verið þjálfari Nordsjælland undanfarin ár og Wieghorst var síðast hjá AaB. Þeir fá samning til 2024.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×