Ratleikur um list og orð Gunnþórunn Gunnarsdóttir skrifar 13. júní 2019 17:00 Ólöf hlakkar til að fylgjast með fjölskyldum leyfa ratleiknum að leiða sig um húsin á Kópavogshálsi. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Mig hefur lengi dreymt um að geta boðið fjölskyldum upp á ókeypis ratleik um ýmislegt sem húsin hér á Kópavogshæðinni geyma, nú er hann orðinn að veruleika,“ segir Ólöf Breiðfjörð, verkefnastjóri í menningarhúsunum í Kópavogi. Hún kveðst hafa kynnst slíkum ratleik í Þjóðminjasafninu og víða á söfnum erlendis. „En ég hef hvergi rekist á ratleik sem fjallar um jafn fjölbreytt efni og okkar, listina í Gerðarsafni, bækur, ljóð, orð og stafi á bókasafninu og gersemar Náttúrufræðistofunnar. Við getum ekki alltaf notið listar í Salnum en göngum að arkitektúrnum vísum og rekaviðnum utan á honum. Svo vakir Kópavogskirkja yfir svæðinu og form hennar og umhverfi eru verðug rannsóknarefni.“ Ratleikurinn er prentaður á pappír. „Þetta er sex síðna bæklingur með verkefnum. Gerðarsafn er til dæmis með eina síðu þar sem þátttakandinn velur listaverk og teiknar það eins og hann lystir. Svo þarf að finna út hvernig það lítur út ef hann leggst á gólfið, og fleira slíkt. Í Náttúrufræðistofunni er verkefni sem felst í að teikna þrjár dýrategundir með tennur. En leikurinn snýst ekki bara að teikna og skrifa heldur að opna augun fyrir umhverfinu og það er ekkert svar réttara en annað. Allar spurningar eru þannig að þær halda gildi þó árin líði. Möguleikarnir eru svo margir.“Ólöf segir verkefnið hafa verið í gerjun frá því hún fór á námskeið fyrir þremur árum í Victoria & Albert Museum í New York. „Á ferðum mínum um söfn erlendis hef ég haft sérstakan áhuga á hvernig tekið er á móti fjölskyldum. Svo fengum við styrk úr Safnasjóði til að hrinda þessu í framkvæmd. Við erum með okkar sérfræðinga hér í húsunum og unnum allt í teymisvinnu en fengum líka hönnuð og teiknara. Unnie Arndrup teiknaði fyrir okkur og Arnar Freyr hjá StudioStudio hannaði. Svo prentum við leikinn á góðan pappír, ekki bara á íslensku heldur líka á ensku og pólsku. Ég er stolt af útkomunni og að hún skuli vera á pappír en ekki í snjalltæki. Pappír virðist halda velli á söfnum um allan heim, enda jafnast fátt á við að hafa fallegan pappír milli handa og skrifa og teikna það sem manni sjálfum dettur í hug.“ Ratleikurinn verður kynntur laugardaginn 15. júní milli klukkan 13 og 15. Þá verður sérstök fjölskyldustund í Gerðarsafni, bókasafni, Náttúrufræðistofu og á útivistarsvæðinu. „Sérfræðingarnir verða á sveimi til að dýpka enn upplifun þátttakenda,“ heitir Ólöf. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Mig hefur lengi dreymt um að geta boðið fjölskyldum upp á ókeypis ratleik um ýmislegt sem húsin hér á Kópavogshæðinni geyma, nú er hann orðinn að veruleika,“ segir Ólöf Breiðfjörð, verkefnastjóri í menningarhúsunum í Kópavogi. Hún kveðst hafa kynnst slíkum ratleik í Þjóðminjasafninu og víða á söfnum erlendis. „En ég hef hvergi rekist á ratleik sem fjallar um jafn fjölbreytt efni og okkar, listina í Gerðarsafni, bækur, ljóð, orð og stafi á bókasafninu og gersemar Náttúrufræðistofunnar. Við getum ekki alltaf notið listar í Salnum en göngum að arkitektúrnum vísum og rekaviðnum utan á honum. Svo vakir Kópavogskirkja yfir svæðinu og form hennar og umhverfi eru verðug rannsóknarefni.“ Ratleikurinn er prentaður á pappír. „Þetta er sex síðna bæklingur með verkefnum. Gerðarsafn er til dæmis með eina síðu þar sem þátttakandinn velur listaverk og teiknar það eins og hann lystir. Svo þarf að finna út hvernig það lítur út ef hann leggst á gólfið, og fleira slíkt. Í Náttúrufræðistofunni er verkefni sem felst í að teikna þrjár dýrategundir með tennur. En leikurinn snýst ekki bara að teikna og skrifa heldur að opna augun fyrir umhverfinu og það er ekkert svar réttara en annað. Allar spurningar eru þannig að þær halda gildi þó árin líði. Möguleikarnir eru svo margir.“Ólöf segir verkefnið hafa verið í gerjun frá því hún fór á námskeið fyrir þremur árum í Victoria & Albert Museum í New York. „Á ferðum mínum um söfn erlendis hef ég haft sérstakan áhuga á hvernig tekið er á móti fjölskyldum. Svo fengum við styrk úr Safnasjóði til að hrinda þessu í framkvæmd. Við erum með okkar sérfræðinga hér í húsunum og unnum allt í teymisvinnu en fengum líka hönnuð og teiknara. Unnie Arndrup teiknaði fyrir okkur og Arnar Freyr hjá StudioStudio hannaði. Svo prentum við leikinn á góðan pappír, ekki bara á íslensku heldur líka á ensku og pólsku. Ég er stolt af útkomunni og að hún skuli vera á pappír en ekki í snjalltæki. Pappír virðist halda velli á söfnum um allan heim, enda jafnast fátt á við að hafa fallegan pappír milli handa og skrifa og teikna það sem manni sjálfum dettur í hug.“ Ratleikurinn verður kynntur laugardaginn 15. júní milli klukkan 13 og 15. Þá verður sérstök fjölskyldustund í Gerðarsafni, bókasafni, Náttúrufræðistofu og á útivistarsvæðinu. „Sérfræðingarnir verða á sveimi til að dýpka enn upplifun þátttakenda,“ heitir Ólöf.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira