Lífið

Söng lagið Hurt í gervi Þórs úr Avengers: Endgame

Andri Eysteinsson skrifar
Chris Hemsworth fór á kostum hjá Fallon.
Chris Hemsworth fór á kostum hjá Fallon. Getty/NBC

Ástralski leikarinn, Chris Hemsworth, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem ofurhetjan og þrumuguðinn Þór í Marvel myndunum var gestur í spjallþætti Jimmy FallonThe Tonight Show í vikunni.

Fallon hafði beðið Hemsworth um að sýna mynd eða myndband frá tökum á stórmyndinni AvengersEndgame en mikil leynd var yfir vinnunni að myndinni. Hemsworth frumsýndi af því tilefni stutt myndband sem hann tók upp í gervi Þórs og söng þar lagið Hurt í útgáfu stórsöngvarans Johnny Cash en það var hljómsveitin Nine Inch Nails sem gerðu lagið frægt.

„Þór er þunglyndur og því fannst mér að hann ætti að syngja eitt sorglegasta lag í heimi,“ sagði Hemsworth á meðan Fallon hló að hverju orði.

Þá sýndu félagarnir einnig myndband frá líkamsrækt Hemsworth sem og svar leikarans Jack Black við því myndbandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.