Lífið

FM95Blö mun trylla lýðinn á Þjóðhátíð 2019

Andri Eysteinsson skrifar
Strákarnir í FM95Blö hafa verið gríðarlega vinsælir á Þjóðhátíð undanfarin ár.
Strákarnir í FM95Blö hafa verið gríðarlega vinsælir á Þjóðhátíð undanfarin ár. Skjáskot
Þjóðhátíð í Eyjum fer fram Verslunarmannahelgina 3.- 4. Ágúst næstkomandi í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Mikill fjöldi tónlistarmanna hefur boðað komu sína á hátíðina sem er sú 145 í röðinni.

Nú hefur enn eitt atriði bæst við og er það ekki af lakari gerðinni því drengirnir úr einum vinsælasta útvarpsþætti landsins, FM95Blö hafa boðað komu sína á stóra sviðið í dalnum.

Auðunn Blöndal, Sverrir Bergmann og DJ Muscleboy, einnig þekktur sem Egill Einarsson, munu stíga á svið laugardaginn 3. Ágúst og trylla lýðinn í dalnum. Þeir verða þó ekki einir heldur munu leynigestir fylgja þríeykinu.

Meðal annarra flytjanda á Þjóðhátíð 2019 verða, GDRN, Club Dub, GRL PWR, Friðrik Dór, Flóni, Egill Ólafs, Svala Björgvins, Herra Hnetusmjör og Bjartmar Guðlaugsson en Bjartmar samdi þjóðhátíðarlagið í ár og ber það nafnið Eyjarós






Fleiri fréttir

Sjá meira


×