Lífið

FM95Blö mun trylla lýðinn á Þjóðhátíð 2019

Andri Eysteinsson skrifar
Strákarnir í FM95Blö hafa verið gríðarlega vinsælir á Þjóðhátíð undanfarin ár.
Strákarnir í FM95Blö hafa verið gríðarlega vinsælir á Þjóðhátíð undanfarin ár. Skjáskot

Þjóðhátíð í Eyjum fer fram Verslunarmannahelgina 3.- 4. Ágúst næstkomandi í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Mikill fjöldi tónlistarmanna hefur boðað komu sína á hátíðina sem er sú 145 í röðinni.

Nú hefur enn eitt atriði bæst við og er það ekki af lakari gerðinni því drengirnir úr einum vinsælasta útvarpsþætti landsins, FM95Blö hafa boðað komu sína á stóra sviðið í dalnum.

Auðunn Blöndal, Sverrir Bergmann og DJ Muscleboy, einnig þekktur sem Egill Einarsson, munu stíga á svið laugardaginn 3. Ágúst og trylla lýðinn í dalnum. Þeir verða þó ekki einir heldur munu leynigestir fylgja þríeykinu.

Meðal annarra flytjanda á Þjóðhátíð 2019 verða, GDRN, Club Dub, GRL PWR, Friðrik Dór, Flóni, Egill Ólafs, Svala Björgvins, Herra Hnetusmjör og Bjartmar Guðlaugsson en Bjartmar samdi þjóðhátíðarlagið í ár og ber það nafnið EyjarósAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.