Lífið

Friðrik Ómar „veislustýra aldarinnar“ í brúðkaupi Ernu Hrannar og Jörundar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Erna Hrönn og Jörundur nýgift og alsæl í dag.
Erna Hrönn og Jörundur nýgift og alsæl í dag. Instagram/@ernahronn

Erna Hrönn Ólafsdóttir, söngkona og þáttastjórnandi á útvarpsstöðinni K100, giftist unnusta sínum og barnsföður, Jörundi Kristinssyni viðskiptafræðingi, í dag. Þá fagnar Erna einnig 38 ára afmæli sínu í dag svo tilefnið til að gleðjast er ærið.

Erna Hrönn og Jörundur hafa verið par um nokkuð langt skeið. Þá eiga þau samtals sex börn, fimm stelpur og einn strák.

Það var mikið stuð í brúðkaupsveislunni ef marka má myndir sem gestir hafa birt á Instagram í dag og fram eftir kvöldi. Þannig virðist Friðrik Ómar Hjörleifsson, söngvari og góður vinur Ernu hrannar, hafa vakið mikla lukku sem hin skrautlega veislustýra Hafdís Alda. Myndir úr veislunni má sjá hér að neðan.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.