Enski boltinn

Rashford nálgast nýjan samning hjá United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Marcus Rashford
Marcus Rashford vísir/getty

Marcus Rashford mun skrifa undir nýjan samning við Manchester United á næstu dögum. Þetta segir breska blaðið The Times í dag.

Rashford á eitt ár eftir af núverandi samningi sínum við United en bæði Barcelona og Juventus hafa sýnt hinum 21 árs framherja áhuga.

Hann virðist hins vegar tilbúinn til þess að skuldbinda sig næstu árin hjá félaginu sem hann hefur verið hjá síðan hann var sex ára.

Rashford hefur skorað 45 mörk í 170 leikjum fyrir Manchester United en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins í febrúar 2016.


Tengdar fréttir

Barcelona með augu á tvíeyki United

Barcelona fylgist náið með stöðu mála í samningsmálum Marcus Rashford og Juan Mata, en hvorugur þeirra er þó hátt á forgangslista félagsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.