Söng í gegnum sársaukann eftir endajaxlatöku Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. júní 2019 07:15 Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu, losaði sig við endajaxlana en það kostaði sitt. Fréttablaðið/Ernir „Nú hef ég tíma til að vera rólegur og stilltur,“ segir rokksöngvarinn Stefán Jakobsson, kenndur við Dimmu, sem sýndi um helgina að hið forkveðna „the show must go on“ lifir enn í rokkinu. Stefán söng sig í gegnum sársaukann á þrennum tónleikum eftir að hafa farið í endajaxlatöku á mánudag og togna síðan í kjálkanum í kjölfarið. „Síðastliðinn mánudag var ég búinn að vera að drepast í viku og hélt ég væri með eyrnabólgu. En fattaði svo hvað væri í gangi þegar einkennin breyttust og bólgan fór að síga. Þá hringdi ég í frænda minn sem er tannlæknir og hann græjaði þetta fyrir mig,“ segir Stefán í samtali við Fréttablaðið. Söngvarinn segir að hann hafi verið nokkuð góður fyrri part vikunnar eftir jaxlatökuna en allt hafi farið í baklás á fimmtudagskvöld. „Ég er auðvitað svo mikill bjáni og var ekki að fara eftir öllum fyrirmælum læknisins varðandi hvað má og má ekki borða. Maður má helst ekki vera að nota þessa vöðva og á íþróttamáli þá bara tognaði ég. Vöðvafestur í kjálkabeininu festust og á föstudagsmorgun gat ég ekki opnað munninn nógu mikið til að ég kæmi litla putta inn í munninn.“ Þá voru góð ráð dýr enda tvennir tónleikar fram undan á föstudag hjá Dimmu og svo sjómannadagsgigg á Ólafsfirði á laugardag og söngvarinn með læstan kjálka. „Ég fékk skrifað út eitthvað sterkara en íbúfen og dældi í mig. En á leið á flugvöllinn var ég að því kominn að hringja í strákana og hætta við en lét mig hafa það.“ Það var ekki fyrr en um fjögurleytið að ljóst var að hann gæti sungið og það var fyrir tilviljun að sögn Stefáns. „Það fór fyrst að losna um þegar ég var að fá mér kaffi og lagði kaffibollann að kinninni og fattaði að það væri notalegt og fór að nota hann eins og nuddtæki. Hægt og rólega losnaði aðeins um. Það var þó erfitt að syngja enda rosalega vont að opna munninn. Svo fór að ég söng lögin með aðeins minni framburði og aðeins minni glans. Allar nóturnar komu en það kom kannski ekki allt skrautið með,“ segir Stefán léttur í bragði og feginn að hafa komist í gegnum tónleikana. Hann hefur nú tíma til að jafna sig og passa upp á sig. Rokkarinn ætlar að fara til Parísar á K-popptónleika með dóttur sinni og hlaða batteríin. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
„Nú hef ég tíma til að vera rólegur og stilltur,“ segir rokksöngvarinn Stefán Jakobsson, kenndur við Dimmu, sem sýndi um helgina að hið forkveðna „the show must go on“ lifir enn í rokkinu. Stefán söng sig í gegnum sársaukann á þrennum tónleikum eftir að hafa farið í endajaxlatöku á mánudag og togna síðan í kjálkanum í kjölfarið. „Síðastliðinn mánudag var ég búinn að vera að drepast í viku og hélt ég væri með eyrnabólgu. En fattaði svo hvað væri í gangi þegar einkennin breyttust og bólgan fór að síga. Þá hringdi ég í frænda minn sem er tannlæknir og hann græjaði þetta fyrir mig,“ segir Stefán í samtali við Fréttablaðið. Söngvarinn segir að hann hafi verið nokkuð góður fyrri part vikunnar eftir jaxlatökuna en allt hafi farið í baklás á fimmtudagskvöld. „Ég er auðvitað svo mikill bjáni og var ekki að fara eftir öllum fyrirmælum læknisins varðandi hvað má og má ekki borða. Maður má helst ekki vera að nota þessa vöðva og á íþróttamáli þá bara tognaði ég. Vöðvafestur í kjálkabeininu festust og á föstudagsmorgun gat ég ekki opnað munninn nógu mikið til að ég kæmi litla putta inn í munninn.“ Þá voru góð ráð dýr enda tvennir tónleikar fram undan á föstudag hjá Dimmu og svo sjómannadagsgigg á Ólafsfirði á laugardag og söngvarinn með læstan kjálka. „Ég fékk skrifað út eitthvað sterkara en íbúfen og dældi í mig. En á leið á flugvöllinn var ég að því kominn að hringja í strákana og hætta við en lét mig hafa það.“ Það var ekki fyrr en um fjögurleytið að ljóst var að hann gæti sungið og það var fyrir tilviljun að sögn Stefáns. „Það fór fyrst að losna um þegar ég var að fá mér kaffi og lagði kaffibollann að kinninni og fattaði að það væri notalegt og fór að nota hann eins og nuddtæki. Hægt og rólega losnaði aðeins um. Það var þó erfitt að syngja enda rosalega vont að opna munninn. Svo fór að ég söng lögin með aðeins minni framburði og aðeins minni glans. Allar nóturnar komu en það kom kannski ekki allt skrautið með,“ segir Stefán léttur í bragði og feginn að hafa komist í gegnum tónleikana. Hann hefur nú tíma til að jafna sig og passa upp á sig. Rokkarinn ætlar að fara til Parísar á K-popptónleika með dóttur sinni og hlaða batteríin.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira