Reyndu fyrir sér í prufum fyrir We Will Rock You Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júní 2019 10:30 Fjölmargir létu sjá sig í prufunum. Söngleikurinn We Will Rock You verður settur á svið í Háskólabíói í ágúst. Söngleikurinn, sem saminn var af Ben Elton í samstarfi við hljómsveitina Queen, var frumsýndur árið 2002 á West End þar sem hann var sýndur fyrir fullu húsi fram til ársins 2014 og sló aðsóknarmet leikhússins Dominion Theatre. Uppsetningin hefur meðal annars verið tilnefnd til Olivier verðlaunanna, sem þykir einn mesti heiður í bresku leikhúsi. Þá hefur hann einnig verið settur á svið á Broadway í New York, Ástralíu, Spáni, Rússlandi, Japan og víðar. Queen hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu misseri eftir sýningu kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody sem sýnd var hér á landi á síðasta vetri og var meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna og Golden Globe. Listrænir stjórnendur eru þeir Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri, Karl Olgeirsson tónlistarstjóri og Chantelle Carey danshöfundur. Axel Hallkell Jóhannesson hannar sviðsmynd, Rebekka Jónsdóttir hannar búninga, ljósahönnun er höndum Freys Vilhjálmssonar og um hljóðhönnun sér Aron Þór Arnarsson.Björn Jörundur og Ragga Gísla fara með aðalhlutverk.fréttablaðið/ Anton BrinkÞað er aðstandendum sýningarinnar mikill heiður að tilkynna að engin önnur en Ragnhildur Gísladóttir fer með hlutverk Killer Queen í sýningunni og á móti henni, í hlutverki Kashoggi, verður Björn Jörundur Friðbjörnsson. Í gær fóru fram opnar áheyrnarprufur í FÍH í Rauðagerði og þá sérstaklega fyrir dansara og kórsöngvara verksins en í dag verða prufur fyrir þau hlutverk sem á enn eftir að manna. Hljómsveitin Queen var stofnuð árið 1971 og var skipuð þeim Brian May, Roger Taylor, John Deacon og Freddie Mercury. Tveimur árum síðar skrifuðu liðsmenn sveitarinnar undir samning við útgáfufélagið EMI. Það sama ár kom platan Queen út ásamt því að hljómsveitin fór í sína fyrstu stóru tónleikaferð um Bretland. Hljómsveitin gaf út sína þriðju plötu árið 1975, A Night At The Opera en á henni var að finna lagið Bohemian Rhapsody. Lagið, sem er 5 mínútur og 55 sekúndur, þótti ekki líklegt til að fá mikla spilun í útvarpi en varð að einu vinsælasta lagi allra tíma og sat í fyrsta sæti breska vinsældalistans í níu vikur. Þann 23. nóvember 1991 tilkynnti Freddie Mercury heimsbyggðinni að hann væri með alnæmi og lést hann degi síðar á heimili sínu. Hér að neðan má sjá myndir frá prufunum í gær.Mætingin fín í FÍH.Ástrós Guðjónsdóttir, dansari Hatara, mætti í gær og sést hér fyrir miðju.Vonandi gekk vel hjá þessum.Það var fjör í prufunum.Spurning hvort við fáum að sjá einhvern af þessum dönsurum í verkinu. Menning Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Söngleikurinn We Will Rock You verður settur á svið í Háskólabíói í ágúst. Söngleikurinn, sem saminn var af Ben Elton í samstarfi við hljómsveitina Queen, var frumsýndur árið 2002 á West End þar sem hann var sýndur fyrir fullu húsi fram til ársins 2014 og sló aðsóknarmet leikhússins Dominion Theatre. Uppsetningin hefur meðal annars verið tilnefnd til Olivier verðlaunanna, sem þykir einn mesti heiður í bresku leikhúsi. Þá hefur hann einnig verið settur á svið á Broadway í New York, Ástralíu, Spáni, Rússlandi, Japan og víðar. Queen hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu misseri eftir sýningu kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody sem sýnd var hér á landi á síðasta vetri og var meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna og Golden Globe. Listrænir stjórnendur eru þeir Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri, Karl Olgeirsson tónlistarstjóri og Chantelle Carey danshöfundur. Axel Hallkell Jóhannesson hannar sviðsmynd, Rebekka Jónsdóttir hannar búninga, ljósahönnun er höndum Freys Vilhjálmssonar og um hljóðhönnun sér Aron Þór Arnarsson.Björn Jörundur og Ragga Gísla fara með aðalhlutverk.fréttablaðið/ Anton BrinkÞað er aðstandendum sýningarinnar mikill heiður að tilkynna að engin önnur en Ragnhildur Gísladóttir fer með hlutverk Killer Queen í sýningunni og á móti henni, í hlutverki Kashoggi, verður Björn Jörundur Friðbjörnsson. Í gær fóru fram opnar áheyrnarprufur í FÍH í Rauðagerði og þá sérstaklega fyrir dansara og kórsöngvara verksins en í dag verða prufur fyrir þau hlutverk sem á enn eftir að manna. Hljómsveitin Queen var stofnuð árið 1971 og var skipuð þeim Brian May, Roger Taylor, John Deacon og Freddie Mercury. Tveimur árum síðar skrifuðu liðsmenn sveitarinnar undir samning við útgáfufélagið EMI. Það sama ár kom platan Queen út ásamt því að hljómsveitin fór í sína fyrstu stóru tónleikaferð um Bretland. Hljómsveitin gaf út sína þriðju plötu árið 1975, A Night At The Opera en á henni var að finna lagið Bohemian Rhapsody. Lagið, sem er 5 mínútur og 55 sekúndur, þótti ekki líklegt til að fá mikla spilun í útvarpi en varð að einu vinsælasta lagi allra tíma og sat í fyrsta sæti breska vinsældalistans í níu vikur. Þann 23. nóvember 1991 tilkynnti Freddie Mercury heimsbyggðinni að hann væri með alnæmi og lést hann degi síðar á heimili sínu. Hér að neðan má sjá myndir frá prufunum í gær.Mætingin fín í FÍH.Ástrós Guðjónsdóttir, dansari Hatara, mætti í gær og sést hér fyrir miðju.Vonandi gekk vel hjá þessum.Það var fjör í prufunum.Spurning hvort við fáum að sjá einhvern af þessum dönsurum í verkinu.
Menning Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira